Ný gögn lögð fram í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 11:34 Yfirvinnubannið hefur valdið töfum í flugsamgöngum. Vísir/GVA Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48