Flýta flugi til að forðast Keflavík Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar er bara einn á vakt eftir að dagvinnu lýkur og þá má ekkert út af bregða í yfirvinnubanni. Fréttablaðið/ERNIR Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira