Flýta flugi til að forðast Keflavík Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. apríl 2016 06:00 Í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þar er bara einn á vakt eftir að dagvinnu lýkur og þá má ekkert út af bregða í yfirvinnubanni. Fréttablaðið/ERNIR Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Næsti fundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins fer fram í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara. Nokkur röskun hefur orðið á innanlandsflugi frá því að yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi á miðvikudag í síðustu viku og smávægileg áhrif á millilandaflug. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, sem er opinbert hlutafélag sem fer með rekstur flugvalla hér á landi, segir erfitt að segja til um hversu mikið flug kunni að raskast vegna yfirvinnubannsins, það ráðist af mönnun á vöktum. Hægt hafi verið að hliðra þannig til í Keflavík að lítil áhrif hafi orðið önnur en lítilsháttar seinkun á nokkrum vélum. Áhrifin hafa þó verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Frá klukkan átta á föstudagskvöld var flugvöllurinn lokaður öðru flugi en neyðar- og sjúkraflugi og vélum í almennu flugi sem lenda áttu eftir þann tíma var beint til Keflavíkur.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags ÍslandsSama átti við í gærkvöldi, en Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir brottför á síðustu ferðum dagsins hafa verið flýtt um klukkustund eða svo á tveimur flugleiðum, frá Akureyri og frá Egilsstöðum. „Þær ná þá til Reykjavíkur áður en við lokum klukkan átta,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að einhver röskun verði á flugi í kvöld líka. Árni segir nokkurn kostnað hafa fylgt því að þurfa að lenda vélum í Keflavík á föstudaginn, en ferja hafi þurft bæði fólk og vélar til Reykjavíkur. Flugi sé hins vegar líka flýtt núna til að draga úr óþægindum fyrir farþega. „Fólk er á leiðinni til Reykjavíkur og þetta lengir þá ferðalagið.“Sigurjón Jónasson, formaður Félags Íslenskra flugumferðarstjóraMeð fimmta lakasta kaupmáttinn Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar, að sögn Sigurjóns Jónasson, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þegar þá hafði ekki náðst saman og ekki sást til lands í deilunni hafi henni verið vísað til ríkissáttasemjara. Þar hafi verið fundað fjórum sinnum. „Og þegar viðræðurnar hvorki gengu né ráku þá boðuðum við yfirvinnubann, en það samþykktu tæplega 95 prósent félagsmanna sem kusu,“ segir hann, en um sé að ræða vægasta vopnið sem hægt sé að grípa til.Sigurjón segir flugumferðarstjóra standa frammi fyrir miklum landflótta í stéttinni og bæta þurfi kjör þannig að fleiri fáist til að sinna starfanum á Íslandi. Hér hafi flugumferð aukist um 80 prósent á meðan lítil fjölgun hafi orðið í hópi flugumferðarstjóra. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið.“ Félagið hafi látið gera samanburð í 24 löndum sem sýni að íslenskir flugumferðarstjórar séu með fimmta lakasta kaupmáttinn. Sigurjón segir flugumferðarstjóra binda vonir við að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða, en eftir eigi að ræða næstu skref gangi samningaviðræðurnar treglega sem framundan eru. Töluvert beri þó enn í milli í deilunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira