Ný gögn lögð fram í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2016 11:34 Yfirvinnubannið hefur valdið töfum í flugsamgöngum. Vísir/GVA Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Félag flugumferðarstjóra hyggst leggjast yfir gögn á næstu dögum frá Isavia sem varða vinnutíma, laun og fleiri þætti í starfi flugumferðarstjóra fyrir félagið. En samninganefnd Félags flugumferðarstjóra fundaði ásamt samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem fer með samningsumboð fyrir Isavia í gær. „Mönnum ber ekki alveg saman um launaþróun þannig að við þurfum að vinna úr sömu gögnum til að komast að niðurstöðu,“ útskýrir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Á fundinum var rætt hvernig hægt væri að koma viðræðunum af stað á ný en þær hafa verið fastar í sömu hjólförunum um nokkurt skeið.Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.VísirFlugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum sem hefur valdið röskun á flugsamgöngum um íslenska lofthelgi. „Þetta eru vægustu aðgerðir sem við getum gripið til. Það segir kannski mikið um mannekluna að flugumferðarstjórar ganga enn venjulegar vaktir, þetta snýst bara um yfirvinnubann en það veldur þrátt fyrir það þetta mikilli röskun.“ Boða ekki hertari aðgerðir Sigurjón bendir á að fjöldi flugumferðarstjóra hafi aðeins aukist um 10 prósent á síðustu sex árum á meðan sprengja hefur verið í fjölda ferðamanna til landsins og flugumferð aukist til muna. „Það verður að leysa þetta,“ segir Sigurjón. Samkvæmt heimildum Vísi ber talsvert enn á milli aðila í samningaviðræðunum. Samtök atvinnulífisins halda fast við kjör samkvæmt Salek-samkomulaginu en flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir. Félagið boðar ekki hertari aðgerðir að sinni þrátt fyrir að vera enn að beita sínum vægustu úrræðum. „Við sjáum ekki þörf fyrir þeim að svo stöddu. Þetta hefur töluverð áhrif að hætta yfirvinnunni.“ Félagið varð fyrir vonbrigðum með orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, í síðustu viku í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í maí 2016. Sigurjón þóttist greina hótun í orðum Þorsteins þar sem hann nefnir í niðurlagi bréfsins að þjónustuna megi jafnvel flytja úr landi ef launadeilur halda áfram að setja svip sitt á flugumferðarmál.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Flýta flugi til að forðast Keflavík Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli. 12. apríl 2016 06:00
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48