Stofnun múslima á Íslandi harmar nauðsyn útburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 18:00 Frá atburðum dagsins í dag. vísir/þórhildur Stofnun múslima á Íslandi harmar að hafa þurft að grípa til þess úrræðis að láta bera Menningarsetur múslima á Íslandi úr Ýmishúsi. Það hafi hins vegar verið nauðsynlegt þar sem sáttavilji hafi ekki verið fyrir hendi á síðarnefnda aðilanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögmaður Stofnunarinnar hafi ítrekað reynt að ná sáttum með friðsamlegum leiðum en þeim bréfum hafi ekki verið svarað. Þá harmar Stofnunin „stórfelld[a] og sérlega hættuleg[a] líkamsárás“ á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna atburða dagsins vill Stofnun múslima á Íslandi koma eftirfarandi á framfæri:Í dag var verið að framfylgja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí sl., með útburði Menningarseturs múslima á Íslandi t úr fasteigninni að Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Stofnunin harmar það að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða, en allt frá upphafi málsins var loku skotið fyrir sáttaviðræður af hálfu Menningarsetursins. Ítrekað reyndi lögmaður Stofnunarinnar að ná sáttum með friðsamlegum leiðum, og í því skyni sendi hann bréf til Menningarsetursins og lögmanns þeirra, sem ekki var svarað. Samningaviðræður urðu engar, af sömu sökum. Öllum sáttatilraunum var hafnað af hálfu Menningarsetursins, og á endanum var eina úrræðið að vísa málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur, til löglegrar meðferðar.Úrskurðurinn féll, sem fyrr segir, þann 3. maí sl., og var kveðið á um sérstaklega að kæra til Hæstaréttar frestaði ekki réttaráhrifum, þ.e. að Stofnunin gæti fengið rétti sínum framfylgt, óháð því hvort Menningarsetrið kærði úrskurðinn til Hæstaréttar eður ei.Stofnunin vill sérstaklega taka fram, að enginn sem að málinu kom tók afstöðu gegn Islam, enda stendur styrrinn milli tveggja félaga, sem aðhyllast Islam. Embætti og fulltrúi Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu, fulltrúar Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, flutningamenn, lásasmiður og allir þeir sem kvaddir voru á vettvang umgengust muni og eigur Menningarsetursins af virðingu, sem og islamska trú og menningu. Rík áhersla er lögð á, að aðgerðin var framkvæmd samkvæmt íslenskum lögum og var réttur beggja aðila, samkvæmt núverandi stöðu, virtur í hvívetna.Stofnunin harmar það atvik, þar sem gerð var stórfelld og sérlega hættuleg líkamsárás á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært, og er til meðferðar hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.Stofnunin ítrekar að markmið hennar er að vinna að uppbyggingu Islamskri trú og menningarheimi á Íslandi með íslensk lög að leiðarljósi. Stofnunin hefur ekki, og mun aldrei, grípa til ólögmætra aðgerða í neinum tilgangi, né heldur mun hún skaða Ísland eða líf Íslendinga á neinn hátt. Jafnframt fordæmir Stofnunin allar aðgerðir og framkvæmdir, sem byggja á lögleysu samkvæmt íslenskum lögum.F.h. Stofnunar múslima á Íslandi,Hussein Aldoudi og Karim Askari. Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Stofnun múslima á Íslandi harmar að hafa þurft að grípa til þess úrræðis að láta bera Menningarsetur múslima á Íslandi úr Ýmishúsi. Það hafi hins vegar verið nauðsynlegt þar sem sáttavilji hafi ekki verið fyrir hendi á síðarnefnda aðilanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögmaður Stofnunarinnar hafi ítrekað reynt að ná sáttum með friðsamlegum leiðum en þeim bréfum hafi ekki verið svarað. Þá harmar Stofnunin „stórfelld[a] og sérlega hættuleg[a] líkamsárás“ á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Vegna atburða dagsins vill Stofnun múslima á Íslandi koma eftirfarandi á framfæri:Í dag var verið að framfylgja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 3. maí sl., með útburði Menningarseturs múslima á Íslandi t úr fasteigninni að Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Stofnunin harmar það að hafa þurft að grípa til þessara aðgerða, en allt frá upphafi málsins var loku skotið fyrir sáttaviðræður af hálfu Menningarsetursins. Ítrekað reyndi lögmaður Stofnunarinnar að ná sáttum með friðsamlegum leiðum, og í því skyni sendi hann bréf til Menningarsetursins og lögmanns þeirra, sem ekki var svarað. Samningaviðræður urðu engar, af sömu sökum. Öllum sáttatilraunum var hafnað af hálfu Menningarsetursins, og á endanum var eina úrræðið að vísa málinu til Héraðsdóms Reykjavíkur, til löglegrar meðferðar.Úrskurðurinn féll, sem fyrr segir, þann 3. maí sl., og var kveðið á um sérstaklega að kæra til Hæstaréttar frestaði ekki réttaráhrifum, þ.e. að Stofnunin gæti fengið rétti sínum framfylgt, óháð því hvort Menningarsetrið kærði úrskurðinn til Hæstaréttar eður ei.Stofnunin vill sérstaklega taka fram, að enginn sem að málinu kom tók afstöðu gegn Islam, enda stendur styrrinn milli tveggja félaga, sem aðhyllast Islam. Embætti og fulltrúi Sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu, fulltrúar Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, flutningamenn, lásasmiður og allir þeir sem kvaddir voru á vettvang umgengust muni og eigur Menningarsetursins af virðingu, sem og islamska trú og menningu. Rík áhersla er lögð á, að aðgerðin var framkvæmd samkvæmt íslenskum lögum og var réttur beggja aðila, samkvæmt núverandi stöðu, virtur í hvívetna.Stofnunin harmar það atvik, þar sem gerð var stórfelld og sérlega hættuleg líkamsárás á Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunarinnar. Árásin var gerð með vopni, og var mildi að ekki fór verr. Ekkert virðist hafa ráðið för árásarmannsins annað en hatur og heift, en fyrir snör og hraustleg viðbrögð lögregluþjóna á staðnum, og töluverðar heppni, fór árásin ekki verr en raun bar vitni. Atvikið hefur verið kært, og er til meðferðar hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu.Stofnunin ítrekar að markmið hennar er að vinna að uppbyggingu Islamskri trú og menningarheimi á Íslandi með íslensk lög að leiðarljósi. Stofnunin hefur ekki, og mun aldrei, grípa til ólögmætra aðgerða í neinum tilgangi, né heldur mun hún skaða Ísland eða líf Íslendinga á neinn hátt. Jafnframt fordæmir Stofnunin allar aðgerðir og framkvæmdir, sem byggja á lögleysu samkvæmt íslenskum lögum.F.h. Stofnunar múslima á Íslandi,Hussein Aldoudi og Karim Askari.
Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15
Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06