Segir framboð Þorgerðar styrkja Viðreisn mikið Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. ágúst 2016 18:45 Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“ Kosningar 2016 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn hafa hvatt Þorgerði Katrínu að gefa kost á sér á ný í stjórnmálum. Hún er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir að framboð hennar myndi styrkja Viðreisn mikið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að þungavigtarfólk í Sjálfstæðisflokknum hafi skorað á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi varaformann flokksins að gefa kost á sér á ný í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fólk í kringum hann. Mun Þorgerður Katrín hafa gefið flokknum afsvar og er ekki á leið í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur líka verið skorað á hana að gefa kost á sér fyrir Viðreisn en að mati margra ríma stjórnmálaskoðanir hennar betur með áherslum þess flokks. Þá hafa áhrifamenn innan Viðreisnar hvatt Þorstein Pálsson fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins um að gefa kost á sér fyrir flokkinn samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn hefur um langt árabil talað þvert gegn stefnu forystu Sjálfstæðisflokksins og gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn og báða ríkisstjórnarflokkanna fyrir að slíta endanlega aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonTalið er að framboð bæði Þorsteins og Þorgerðar Katrínar myndi styrkja Viðreisn mikið. Einhverjir innan Sjálfstæðisflokksins virðast líta svo á að það væru svik af hálfu þeirra að ganga til liðs við nýjan stjórnmálaflokk þar sem um er að ræða fyrrverandi formann og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar bara félög utan um hugmynda- og hugsjónabaráttu og sagan kennir okkur að þeir koma og fara eins og allt annað í lífinu. Röng nálgun að tala um svik Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir það ranga nálgun að tala um svik í þessu sambandi. „Ég held að menn eigi ekkert að tala sviksemi í sambandi við það hvort menn séu í einum flokki eða öðrum. Ég get vel skilið ef menn telja sig geta náð betri árangri í sinni málefnabaráttu að þeir fara á aðrar vígstöðvar.“ Styrmir segir að það myndi styrkja Viðreisn mikið ef Þorgerður Katrín færi fram. „Ef það eru réttar fréttir að Þorgerður Katrín ætli sér að fara í framboð fyrir Viðreisn þá er það auðvitað mikill styrkur fyrir þann flokk. Hún er mjög öflugur stjórnmálamaður. Ég sá oft á vettvangi Sjálfstæðisflokksins að hún hefur mikil áhrif á fólk með sínum málflutningi. Þannig að ef að það verður þá finnst mér það liggja í augum uppi að það mun efla Viðreisn mjög og þá er spurning hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við.“
Kosningar 2016 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira