Fentanýl ekkert til að fíflast með Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 19:30 Rannsókn stendur enn yfir á því hvort andlát ungs manns á menningarnótt tengist neyslu á verkjalyfinu fentanýl. Að minnsta kosti tvö önnur dauðsföll á árinu má rekja til lyfsins og hefur landlæknisembættið áhyggjur af því að misnotkun þess sé að aukast, en hvergi á Norðurlöndum ávísa læknar meira á sterk verkjalyf og enda sum þeirra, þar á meðal fentanýl, á svörtum markaði. Ísland sver sig að þessu leyti meira í ætt við Bandaríkin, þar sem rekja má tugi dauðsfalla síðustu mánuði til fentanýlneyslu. Og þar er sagan að endurtaka sig.Sá á eftir vinum sínum í dauðann Paul Fontain, fréttastjóri Reykjavík Grapevine, er bandarískur Íslendingur, uppalinn í Baltimore. Borgin er þekkt er sem heróínhöfuðborg Bandaríkjanna. Fregnir af andlátum ungra Íslendinga undanfarið vekja slæmar minningar hjá Paul því fyrir rúmum tuttugu árum var hann sjálfur ungur maður háður heróíni og sá marga neyslufélaga verða fentanýli að bráð, en lyfið er fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Ég þekkti fólk, sem ég myndi kalla vini, sem dóu úr þessu. Og það var ekki fólk sem var bara aðeins að fíflast í með vímuefni. Sumir þeirra voru mjög harðir í heróín og höfðu mikið tolerans fyrir því, en jafnvel þeir sem eru búnir að taka ópíóða árum eða áratugum saman geta dáið eins fljótlega og þeir sem eru að prófa þetta í fyrsta sinn, því miður," segir Paul.Fetanýl er margfalt sterkara en bæði heróín og morfín.Tilhneiging til að telja hættuna vera ýkta Paul fjallar um fentanýlneyslu í pistli á vef Reykjavík Grapevine þar sem hann varar fólk í neyslu við því að vanmeta hættuna af fentanýli. Í samtali við fréttastofu segir hann að sumir kunni að telja lyfið að einhverju leyti öruggt vegna þess að það er lyfsseðilsskylt og afgreitt af læknum. Varúðarorðin um þá stórhættu sem stafi af fentanýli séu hinsvegar alls engar ýkur. Því sé grundvallaratriði að umræðan og viðhorfin breytist meðal þeirra sem eru í neyslu. „Það er viðhorf innan þessa heims gagnvart fentalýn sem þarf að breytast fyrst og fremst. Það er hægt að skemmta sér með ýmisleg efni án þess að deyja úr því. Sjálfur hef ég mjög frjálslynda stefnu hvað vímuefni varðar, mjög frjálslynda, en á sama tíma held ég að það séu sum efni sem eiga að vera tekin undir eftirlit lækna eða einhverra sem vinna á sjúkrahúsi og geta fylgst með hversu mikið er tekið. Því það er mjög, mjög auðvelt að taka of stóran skammt af þessu."Vonar að ekki þurfi fleiri að deyja Paul prófaði sjálfur aldrei fentanýl. Hann náði sér á endanum út úr heróínneyslunni á tíunda áratugnum, með miklum herkjum, og hóf nýtt líf á Íslandi. Hann vonar að fíkniefnaheimurinn þróist ekki með þeim hætti sem hann hefur gert í Baltimore. „Vonandi þurfa ekki fleiri að deyja fyrr en fólk fattar að þetta er eitthvað sem maður á ekki að fíflast með." Tengdar fréttir Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. 6. júlí 2016 19:15 Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. 27. ágúst 2016 07:00 Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Rannsókn stendur enn yfir á því hvort andlát ungs manns á menningarnótt tengist neyslu á verkjalyfinu fentanýl. Að minnsta kosti tvö önnur dauðsföll á árinu má rekja til lyfsins og hefur landlæknisembættið áhyggjur af því að misnotkun þess sé að aukast, en hvergi á Norðurlöndum ávísa læknar meira á sterk verkjalyf og enda sum þeirra, þar á meðal fentanýl, á svörtum markaði. Ísland sver sig að þessu leyti meira í ætt við Bandaríkin, þar sem rekja má tugi dauðsfalla síðustu mánuði til fentanýlneyslu. Og þar er sagan að endurtaka sig.Sá á eftir vinum sínum í dauðann Paul Fontain, fréttastjóri Reykjavík Grapevine, er bandarískur Íslendingur, uppalinn í Baltimore. Borgin er þekkt er sem heróínhöfuðborg Bandaríkjanna. Fregnir af andlátum ungra Íslendinga undanfarið vekja slæmar minningar hjá Paul því fyrir rúmum tuttugu árum var hann sjálfur ungur maður háður heróíni og sá marga neyslufélaga verða fentanýli að bráð, en lyfið er fimmtíu sinnum sterkara en heróín. „Ég þekkti fólk, sem ég myndi kalla vini, sem dóu úr þessu. Og það var ekki fólk sem var bara aðeins að fíflast í með vímuefni. Sumir þeirra voru mjög harðir í heróín og höfðu mikið tolerans fyrir því, en jafnvel þeir sem eru búnir að taka ópíóða árum eða áratugum saman geta dáið eins fljótlega og þeir sem eru að prófa þetta í fyrsta sinn, því miður," segir Paul.Fetanýl er margfalt sterkara en bæði heróín og morfín.Tilhneiging til að telja hættuna vera ýkta Paul fjallar um fentanýlneyslu í pistli á vef Reykjavík Grapevine þar sem hann varar fólk í neyslu við því að vanmeta hættuna af fentanýli. Í samtali við fréttastofu segir hann að sumir kunni að telja lyfið að einhverju leyti öruggt vegna þess að það er lyfsseðilsskylt og afgreitt af læknum. Varúðarorðin um þá stórhættu sem stafi af fentanýli séu hinsvegar alls engar ýkur. Því sé grundvallaratriði að umræðan og viðhorfin breytist meðal þeirra sem eru í neyslu. „Það er viðhorf innan þessa heims gagnvart fentalýn sem þarf að breytast fyrst og fremst. Það er hægt að skemmta sér með ýmisleg efni án þess að deyja úr því. Sjálfur hef ég mjög frjálslynda stefnu hvað vímuefni varðar, mjög frjálslynda, en á sama tíma held ég að það séu sum efni sem eiga að vera tekin undir eftirlit lækna eða einhverra sem vinna á sjúkrahúsi og geta fylgst með hversu mikið er tekið. Því það er mjög, mjög auðvelt að taka of stóran skammt af þessu."Vonar að ekki þurfi fleiri að deyja Paul prófaði sjálfur aldrei fentanýl. Hann náði sér á endanum út úr heróínneyslunni á tíunda áratugnum, með miklum herkjum, og hóf nýtt líf á Íslandi. Hann vonar að fíkniefnaheimurinn þróist ekki með þeim hætti sem hann hefur gert í Baltimore. „Vonandi þurfa ekki fleiri að deyja fyrr en fólk fattar að þetta er eitthvað sem maður á ekki að fíflast með."
Tengdar fréttir Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. 6. júlí 2016 19:15 Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. 27. ágúst 2016 07:00 Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00 Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Ávísunum á sterk verkjalyf sem innihalda ópíóða fer fjölgandi á Íslandi og eru hvergi fleiri á Norðurlöndunum en hér. Landlæknisembættið telur þetta vera áhyggjuefni vegna hættu á misnotkun þessar lyfja, enda ópíafíkn bráðhættuleg. 6. júlí 2016 19:15
Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. 27. ágúst 2016 07:00
Fentanýl gengur kaupum og sölum á Facebook Umræða um lyfið fentanýl komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Móðir manns sem lést vegna misnotkunar lyfsins árið 2013 segir Vog hafa brugðist. 27. ágúst 2016 08:00
Einn lést og annar missti meðvitund: Tveir þegar látist af völdum fentanýl á árinu Mennirnir, sem eru fæddir árið 1992 og árið 1990, höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum. Annar þeirra missti meðvitund í miðbæ Reykjavíkur og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Hinn lést á heimili sínu nokkru síðar. 23. ágúst 2016 19:00