Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Una Sighvatsdóttir skrifar 6. júlí 2016 19:15 Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í samanburði við aðrar þjóðir og munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkjum en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávísunum á hvern sjúkling parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum.Hættuleg fíkn sem getur leitt til bráðs dauða Hjá landlæknisembættinu klingja varúðabjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu misnotuð og fíknin er banvæn. „Þegar maður er orðinn ópíat fíkill þá er maður í mjög hættulegu ástandi. Þetta eru lyf sem í stórum skömmtum eru hreinlega dauðleg, ef þú tekur of stóran skammt af ópíati þá ferðu bara í öndunarstopp. Þannig að þetta er mjög hættuleg fíkn,“ segir Leifur Bárðarson staðgengill landlæknis. Á síðasta ári hafði landlæknir til skoðunar 36 dauðsföll þar sem grunur var á lyfjaeitrun. Ópíóðar fundust í 19 hinna látnu, eða rúmlega helmingi tilfella. Leifur segir því bráðnauðsynlegt að kortleggja stöðuna. „Sérstaklega þegar maður fær svona upplýsingar um að eitthvað sé að breytast. Þá verður maður að leita logandi ljósi að því að huga að skýringum: Af hverju er þetta? Og þá verður maður bara að leggjast í vinnu. Það er töluvert mikil vinna, en það verður bara einfaldlega að leggjast í hana því þetta er hættulegt ástand.“Bandaríkjamenn gripu til aðgerða vegna áhættu á sprautufíkn Landlæknisembættið mun fara rækilega yfir málin á næstunni og að sögn Leifs meðal annars skoða hvort einhverjir séu að fá áberandi mikið uppáskrifað af ópíóða-lyfjum, og hafa þá samband við viðkomandi lækna. „Það má ekki gleyma því að á meðan við höfum ekki gert neinar athugasemdir þá hafa læknar ótakmarkaðan rétt til þess að ávísa lyfjum. Lækningaleyfið er ótakmarkað." Bandaríska landlæknisembættið hóf í vor herferð til að reyna að hefta ávísanir ópíóíða, enda hefur misnotkun þeirra reynst auka líkur á heróínfíkn þar í landi. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á Íslandi um að ópíóðafíkn auki líkur á sprautufíkn og Leifur segir að lyfjagagnagrunnur, sem komst í fulla notkun fyrir rúmu ári, eigi að koma í veg fyrir að fíklar gangi milli lækna í lyfjaleit.Engir læknar undir grun Hann segir ekki grun uppi um að ákveðnir læknar fari vísvitandi óvarlega með lyfjaávísanir. „En kannski gæti maður hinsvegar sagt að ég held að margir gætu verið miklu meira athugulir og spyrja sjúklinga sína oftar krítískra spurninga þegar þeir koma að biðja um verkjalyf.“ Fullt tilefni sé því fyrir embættið að stuðla að vitundaraukningu meðal lækna sem ávísa þessum lyfjum. „Já ég held að það. Maður þarf alltaf að vera dálítið á tánum, því maður er að láta sjúkling hafa hættuleg efni.“ Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í samanburði við aðrar þjóðir og munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkjum en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávísunum á hvern sjúkling parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum.Hættuleg fíkn sem getur leitt til bráðs dauða Hjá landlæknisembættinu klingja varúðabjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu misnotuð og fíknin er banvæn. „Þegar maður er orðinn ópíat fíkill þá er maður í mjög hættulegu ástandi. Þetta eru lyf sem í stórum skömmtum eru hreinlega dauðleg, ef þú tekur of stóran skammt af ópíati þá ferðu bara í öndunarstopp. Þannig að þetta er mjög hættuleg fíkn,“ segir Leifur Bárðarson staðgengill landlæknis. Á síðasta ári hafði landlæknir til skoðunar 36 dauðsföll þar sem grunur var á lyfjaeitrun. Ópíóðar fundust í 19 hinna látnu, eða rúmlega helmingi tilfella. Leifur segir því bráðnauðsynlegt að kortleggja stöðuna. „Sérstaklega þegar maður fær svona upplýsingar um að eitthvað sé að breytast. Þá verður maður að leita logandi ljósi að því að huga að skýringum: Af hverju er þetta? Og þá verður maður bara að leggjast í vinnu. Það er töluvert mikil vinna, en það verður bara einfaldlega að leggjast í hana því þetta er hættulegt ástand.“Bandaríkjamenn gripu til aðgerða vegna áhættu á sprautufíkn Landlæknisembættið mun fara rækilega yfir málin á næstunni og að sögn Leifs meðal annars skoða hvort einhverjir séu að fá áberandi mikið uppáskrifað af ópíóða-lyfjum, og hafa þá samband við viðkomandi lækna. „Það má ekki gleyma því að á meðan við höfum ekki gert neinar athugasemdir þá hafa læknar ótakmarkaðan rétt til þess að ávísa lyfjum. Lækningaleyfið er ótakmarkað." Bandaríska landlæknisembættið hóf í vor herferð til að reyna að hefta ávísanir ópíóíða, enda hefur misnotkun þeirra reynst auka líkur á heróínfíkn þar í landi. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á Íslandi um að ópíóðafíkn auki líkur á sprautufíkn og Leifur segir að lyfjagagnagrunnur, sem komst í fulla notkun fyrir rúmu ári, eigi að koma í veg fyrir að fíklar gangi milli lækna í lyfjaleit.Engir læknar undir grun Hann segir ekki grun uppi um að ákveðnir læknar fari vísvitandi óvarlega með lyfjaávísanir. „En kannski gæti maður hinsvegar sagt að ég held að margir gætu verið miklu meira athugulir og spyrja sjúklinga sína oftar krítískra spurninga þegar þeir koma að biðja um verkjalyf.“ Fullt tilefni sé því fyrir embættið að stuðla að vitundaraukningu meðal lækna sem ávísa þessum lyfjum. „Já ég held að það. Maður þarf alltaf að vera dálítið á tánum, því maður er að láta sjúkling hafa hættuleg efni.“
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira