Viðvörunarbjöllur vegna vaxandi verkalyfjanotkunar Una Sighvatsdóttir skrifar 6. júlí 2016 19:15 Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í samanburði við aðrar þjóðir og munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkjum en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávísunum á hvern sjúkling parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum.Hættuleg fíkn sem getur leitt til bráðs dauða Hjá landlæknisembættinu klingja varúðabjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu misnotuð og fíknin er banvæn. „Þegar maður er orðinn ópíat fíkill þá er maður í mjög hættulegu ástandi. Þetta eru lyf sem í stórum skömmtum eru hreinlega dauðleg, ef þú tekur of stóran skammt af ópíati þá ferðu bara í öndunarstopp. Þannig að þetta er mjög hættuleg fíkn,“ segir Leifur Bárðarson staðgengill landlæknis. Á síðasta ári hafði landlæknir til skoðunar 36 dauðsföll þar sem grunur var á lyfjaeitrun. Ópíóðar fundust í 19 hinna látnu, eða rúmlega helmingi tilfella. Leifur segir því bráðnauðsynlegt að kortleggja stöðuna. „Sérstaklega þegar maður fær svona upplýsingar um að eitthvað sé að breytast. Þá verður maður að leita logandi ljósi að því að huga að skýringum: Af hverju er þetta? Og þá verður maður bara að leggjast í vinnu. Það er töluvert mikil vinna, en það verður bara einfaldlega að leggjast í hana því þetta er hættulegt ástand.“Bandaríkjamenn gripu til aðgerða vegna áhættu á sprautufíkn Landlæknisembættið mun fara rækilega yfir málin á næstunni og að sögn Leifs meðal annars skoða hvort einhverjir séu að fá áberandi mikið uppáskrifað af ópíóða-lyfjum, og hafa þá samband við viðkomandi lækna. „Það má ekki gleyma því að á meðan við höfum ekki gert neinar athugasemdir þá hafa læknar ótakmarkaðan rétt til þess að ávísa lyfjum. Lækningaleyfið er ótakmarkað." Bandaríska landlæknisembættið hóf í vor herferð til að reyna að hefta ávísanir ópíóíða, enda hefur misnotkun þeirra reynst auka líkur á heróínfíkn þar í landi. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á Íslandi um að ópíóðafíkn auki líkur á sprautufíkn og Leifur segir að lyfjagagnagrunnur, sem komst í fulla notkun fyrir rúmu ári, eigi að koma í veg fyrir að fíklar gangi milli lækna í lyfjaleit.Engir læknar undir grun Hann segir ekki grun uppi um að ákveðnir læknar fari vísvitandi óvarlega með lyfjaávísanir. „En kannski gæti maður hinsvegar sagt að ég held að margir gætu verið miklu meira athugulir og spyrja sjúklinga sína oftar krítískra spurninga þegar þeir koma að biðja um verkjalyf.“ Fullt tilefni sé því fyrir embættið að stuðla að vitundaraukningu meðal lækna sem ávísa þessum lyfjum. „Já ég held að það. Maður þarf alltaf að vera dálítið á tánum, því maður er að láta sjúkling hafa hættuleg efni.“ Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira
Verkjalyfjanotkun á Íslandi hefur farið vaxandi í samanburði við aðrar þjóðir og munar þar mestu um lyf sem innihalda ópíóða. Þeim er ávísað gegn svæsnum verkjum en valda einnig vímuáhrifum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs varð hátt í 20% aukning í ávísunum á hvern sjúkling parkódín forte og aðrar gerðir ópíóða hafa einnig sótt á síðustu ár, samkvæmt grein í nýjasta hefti Læknablaðsins. Ef litið er til lengri tíma kemur í ljós að heildarnotkun ópíóða hefur meira en tvöfaldast á 20 árum.Hættuleg fíkn sem getur leitt til bráðs dauða Hjá landlæknisembættinu klingja varúðabjöllur yfir þróuninni, enda hætt við því að þessi lyf séu misnotuð og fíknin er banvæn. „Þegar maður er orðinn ópíat fíkill þá er maður í mjög hættulegu ástandi. Þetta eru lyf sem í stórum skömmtum eru hreinlega dauðleg, ef þú tekur of stóran skammt af ópíati þá ferðu bara í öndunarstopp. Þannig að þetta er mjög hættuleg fíkn,“ segir Leifur Bárðarson staðgengill landlæknis. Á síðasta ári hafði landlæknir til skoðunar 36 dauðsföll þar sem grunur var á lyfjaeitrun. Ópíóðar fundust í 19 hinna látnu, eða rúmlega helmingi tilfella. Leifur segir því bráðnauðsynlegt að kortleggja stöðuna. „Sérstaklega þegar maður fær svona upplýsingar um að eitthvað sé að breytast. Þá verður maður að leita logandi ljósi að því að huga að skýringum: Af hverju er þetta? Og þá verður maður bara að leggjast í vinnu. Það er töluvert mikil vinna, en það verður bara einfaldlega að leggjast í hana því þetta er hættulegt ástand.“Bandaríkjamenn gripu til aðgerða vegna áhættu á sprautufíkn Landlæknisembættið mun fara rækilega yfir málin á næstunni og að sögn Leifs meðal annars skoða hvort einhverjir séu að fá áberandi mikið uppáskrifað af ópíóða-lyfjum, og hafa þá samband við viðkomandi lækna. „Það má ekki gleyma því að á meðan við höfum ekki gert neinar athugasemdir þá hafa læknar ótakmarkaðan rétt til þess að ávísa lyfjum. Lækningaleyfið er ótakmarkað." Bandaríska landlæknisembættið hóf í vor herferð til að reyna að hefta ávísanir ópíóíða, enda hefur misnotkun þeirra reynst auka líkur á heróínfíkn þar í landi. Engar sambærilegar rannsóknir eru til á Íslandi um að ópíóðafíkn auki líkur á sprautufíkn og Leifur segir að lyfjagagnagrunnur, sem komst í fulla notkun fyrir rúmu ári, eigi að koma í veg fyrir að fíklar gangi milli lækna í lyfjaleit.Engir læknar undir grun Hann segir ekki grun uppi um að ákveðnir læknar fari vísvitandi óvarlega með lyfjaávísanir. „En kannski gæti maður hinsvegar sagt að ég held að margir gætu verið miklu meira athugulir og spyrja sjúklinga sína oftar krítískra spurninga þegar þeir koma að biðja um verkjalyf.“ Fullt tilefni sé því fyrir embættið að stuðla að vitundaraukningu meðal lækna sem ávísa þessum lyfjum. „Já ég held að það. Maður þarf alltaf að vera dálítið á tánum, því maður er að láta sjúkling hafa hættuleg efni.“
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Sjá meira