Missti son sinn vegna misnotkunar á morfínplástri: „Hann var stóra ástin í mínu lífi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Sonur Guðnýar Rannveigar Reynisdóttur var á biðlista eftir meðferð á Vogi þegar hann lést. vísir „Hann var stóra ástin í mínu lífi og einkasonur minn,“ segir Guðný Rannveig Reynisdóttir en sonur hennar lést árið 2013 tuttugu og sjö ára gamall vegna misnotkunar á morfínplástri. Hann leysti plásturinn upp og sprautaði sig með upplausninni á meðferðarheimilinu Hallgerðarkoti í nóvember það ár og lést stuttu síðar. Lyfið fentanýl, morfínskylt líf sem selt er í plástursformi, hefur verið mikið í umræðunni hér á landi en komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Grunur leikur á að lyfið hafi komið við sögu í báðum tilvikum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1990 og árið 1992, þekktust og höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum um kvöldið. Annar missti meðvitund í porti í miðbænum og hinn lést skömmu síðar á heimili sínu.Beið eftir því að komast á Vog Guðný útskýrir að hún hafi sett sig í samband við landlæknisembættið eftir fráfall sonar síns. Hún hafi bent þeim á að sonur hennar hafi misnotað plásturinn og að hún vissi um fleiri í sömu sporum. „Drengurinn sem eitt sinn seldi syni mínum svona skammt dó nokkrum mánuðum eftir að sonur minn lést. Ég skil ekki af hverju embættið kemst ekki að því hvaða læknar það eru sem gefa fólki lyfið sem þarf ekki á því að halda,“ segir hún. Sonur Guðnýjar hafði verið lengi í neyslu. Hann lést í nóvembermánuði en þá var hann að bíða eftir því að komast inn á Vog. „Hann hafði verið inni á Vogi í maí þetta árið og stungið af úr meðferðinni. Það þýddi að þegar hann sótti aftur um í september tveimur mánuðum áður en hann lést settu þau hann aftast á biðlistann,“ segir Guðný, sem ítrekað hringdi á Vog og bað um pláss fyrir son sinn sem sjálfur vildi fara inn og leita sér hjálpar. Hún segist hafa hringt þrisvar til fjórum sinnum í viku í langan tíma og reynt að hafa samband við yfirstjórnendur en ekkert gekk. „Þau setja hann aftast í röðina því hann hafði verið óþekkur í meðferð nokkrum mánuðum áður.“ Eftir að sonur Guðnýjar deyr í nóvember þá hafði dóttir hennar samband við Vog og spyr hvar bróðir hennar sé staddur á biðlistanum. „Þá fær hún þau svör að hann sé enn aftarlega á listanum. Hún segir þeim að það sé um seinan enda sé hann dáinn,“ segir Guðný og útskýrir að fjölskyldan sé virkilega ósátt við einkarekna meðferðarheimilið. Hún vill brýna fyrir þeim einstaklingum sem eru að misnota fentanýl eða önnur morfínskyld lyf að hugsa sig tvisvar um. „Þetta er stórhættulegt. Reynið að hugsa hvað þið eruð að gera ykkur og öllum þeim sem elska ykkur. Það er alltaf fjölskylda í kringum fíkilinn. Nú er til dæmis lítill drengur sem er föðurlaus en sonur minn átti hann.“ Hún útskýrir að eftir andlát sonar síns hafi það verið rannsakað hvernig hann varð sér úti um plásturinn. Ekki hafi þó tekist að finna út úr því. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Hann var stóra ástin í mínu lífi og einkasonur minn,“ segir Guðný Rannveig Reynisdóttir en sonur hennar lést árið 2013 tuttugu og sjö ára gamall vegna misnotkunar á morfínplástri. Hann leysti plásturinn upp og sprautaði sig með upplausninni á meðferðarheimilinu Hallgerðarkoti í nóvember það ár og lést stuttu síðar. Lyfið fentanýl, morfínskylt líf sem selt er í plástursformi, hefur verið mikið í umræðunni hér á landi en komst í hámæli eftir að ungur maður lést um síðustu helgi og annar missti meðvitund. Grunur leikur á að lyfið hafi komið við sögu í báðum tilvikum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið. Mennirnir, sem eru fæddir árið 1990 og árið 1992, þekktust og höfðu verið á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur með félögum sínum um kvöldið. Annar missti meðvitund í porti í miðbænum og hinn lést skömmu síðar á heimili sínu.Beið eftir því að komast á Vog Guðný útskýrir að hún hafi sett sig í samband við landlæknisembættið eftir fráfall sonar síns. Hún hafi bent þeim á að sonur hennar hafi misnotað plásturinn og að hún vissi um fleiri í sömu sporum. „Drengurinn sem eitt sinn seldi syni mínum svona skammt dó nokkrum mánuðum eftir að sonur minn lést. Ég skil ekki af hverju embættið kemst ekki að því hvaða læknar það eru sem gefa fólki lyfið sem þarf ekki á því að halda,“ segir hún. Sonur Guðnýjar hafði verið lengi í neyslu. Hann lést í nóvembermánuði en þá var hann að bíða eftir því að komast inn á Vog. „Hann hafði verið inni á Vogi í maí þetta árið og stungið af úr meðferðinni. Það þýddi að þegar hann sótti aftur um í september tveimur mánuðum áður en hann lést settu þau hann aftast á biðlistann,“ segir Guðný, sem ítrekað hringdi á Vog og bað um pláss fyrir son sinn sem sjálfur vildi fara inn og leita sér hjálpar. Hún segist hafa hringt þrisvar til fjórum sinnum í viku í langan tíma og reynt að hafa samband við yfirstjórnendur en ekkert gekk. „Þau setja hann aftast í röðina því hann hafði verið óþekkur í meðferð nokkrum mánuðum áður.“ Eftir að sonur Guðnýjar deyr í nóvember þá hafði dóttir hennar samband við Vog og spyr hvar bróðir hennar sé staddur á biðlistanum. „Þá fær hún þau svör að hann sé enn aftarlega á listanum. Hún segir þeim að það sé um seinan enda sé hann dáinn,“ segir Guðný og útskýrir að fjölskyldan sé virkilega ósátt við einkarekna meðferðarheimilið. Hún vill brýna fyrir þeim einstaklingum sem eru að misnota fentanýl eða önnur morfínskyld lyf að hugsa sig tvisvar um. „Þetta er stórhættulegt. Reynið að hugsa hvað þið eruð að gera ykkur og öllum þeim sem elska ykkur. Það er alltaf fjölskylda í kringum fíkilinn. Nú er til dæmis lítill drengur sem er föðurlaus en sonur minn átti hann.“ Hún útskýrir að eftir andlát sonar síns hafi það verið rannsakað hvernig hann varð sér úti um plásturinn. Ekki hafi þó tekist að finna út úr því.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira