Eggert hættur sem ritstjóri DV: Segir þá sem ná árangri oft verða móða Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 16:27 Eggert Skúlason. Vísir „Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“ Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
„Þetta er stórkostlega yfirveguð ákvörðun. Gert í fullu samráði við alla, allir svaka sáttir og kyssast,“ segir Eggert Skúlason sem er hættur sem ritstjóri DV. Eggert settist í ritstjórastól í við lok árs 2014 eftir að Vefpressan ehf. hafði tekið yfir DV ehf. Eggert er því búinn að vera á DV í eitt og hálft ár en hann segir brotthvarf sitt ekki hafa borið brátt að. „Þetta er búið að vera í umræðunni í þó nokkurn tíma, ég er ekki að segja skilið við Vefpressuna og aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Eggert en hann segir um sameiginlega ákvörðun sína og stjórnar Vefpressunnar að ræða en aðspurður hvað hafi vegið þyngst í sinni ákvörðun um að hætta segir hann menn eiga það til að vera móðir eftir að hafa náð góðum árangri. „Mér fannst þetta bara orðið fínt og svo ég sé alveg ærlegur, þegar ég kom inn í þetta á miklum umrótatímum, sem sérstaklega voru erfiðir fyrir starfsfólk, þá held ég að ég hafi gert mér grein fyrir því að ég yrði ekki lengi þarna en búinn að vera lengur en ég átti von á, á fyrstu dögum og búið að vera skemmtilegt,“ segir Eggert. Spurður hvað sé honum eftirminnilegast úr ritstjóratíð sinni á DV svarar hann: „Það sem er eftirminnilegast þegar ég labbaði fyrsta daginn inn á DV. Mér leið eins og ég labbaði inn í frystiklefa þar sem stöðugt var aukinn kuldinn.Í dag erum við í húsnæði sem er þannig að fólk er nánast löðursveitt í sólskini. Ég held að það sé breytingin sem er orðin.“ Eggert og Kolbrún Bergþórsdóttir voru ráðin á sama tíma sem ritstjórar DV undir lok árs 2014 en Eggert segir engan þurfa að taka við af sér. „Kolla leikur sér ein að þessu en hvort það verður veit ég ekki, ég er meira að skipuleggja veiði og annað.“
Tengdar fréttir Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39