Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Vísir/GVA/getty Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira