Framboð Hillary komi til með að hafa áhrif á konur um allan heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 16:00 Guðrún Ögmundsdóttir segir kyn hafa spilað stóran þátt í því að Clinton beið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Vísir/GVA/getty Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir, fv alþingismaður og einn stofnenda Kvennalistans, segir að þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi beðið lægri hlut í forsetakosningunum í Bandaríkjunum muni framboð hennar koma til með að hafa áhrif á heimsbyggðina alla. Kyn hafi hins vegar spilað stóran þátt í því að Clinton tapaði. „Það að hún sé kona spilar alveg klárlega stóran þátt í þessu. Það er líka þannig með konur að þær fara frekar undir smásjá á meðan karlar virðast komast undir radarinn einhvern veginn. En það eru mjög margir þættir í þessu, gríðarlega margir,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún segir það staðreynd að Clinton hafi mætt mikilli mótstöðu í framboði sínu, líkt og margar konur sem ætli sér á framlínuna. „Þetta er bara svolítið týpískt. Það var alltaf fundið henni allt til foráttu þannig að það var á ofboðslega brattann að sækja allan tímann held ég. Meira en okkur grunaði, en það kemur auðvitað í ljós.“Geti haft hvetjandi áhrif Hún segist hins vegar viss um að framboð Clinton muni hafa margt jákvætt í för með sér, til dæmis breyttan hugsunarhátt fólks í garð kvenna ásamt því sem það muni hafa hvetjandi áhrif á konur. „Ég held þetta geti orðið til þess að hleypa konum kapp í kinn. Tíminn verður bara pínu að lækna þennan ósigur. Þetta mun líklega hafa í för með sér bylgjuáhrif, ekki bara hér, heldur alls staðar. Þetta er líka spurning um innri styrk kvenna í Bandaríkjunum. Núna þurfa þær kannski að fara að tala meira saman,“ segir Guðrún, sem sjálf studdi Hillary Clinton í baráttunni. „Ég er bara enn ekki búin að ná því að þetta geti gerst, er bara svona óttalega barnaleg held ég. Bandaríkin eru gríðarlegur áhrifavaldur þannig að ég held að þetta muni hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en nokkurn hefði grunað.“„Ég græt“ Fleiri konur hafa tjáð sig um ósigurinn, en þeirra á meðal er Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem segir heiminn hafa snúist gegn Hillary Clinton af meiri hörku en nokkru sinni. Stuðningsmenn Clinton hafi brugðist henni og allir þeir sem kusu hana, en gagnrýndu hana þó fyrir nánast allt.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira