Segir SALEK-samkomulagið brot á stjórnarskrá sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. janúar 2016 19:16 "Eins og flestir vita undirritaði forseti ASÍ fyrir hönd sambandsins rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins 27. október 2015 og er það mat VLFA að forsetinn hafi ekki haft neitt umboð til að undirrita umrætt samkomulag,“ segir Vilhjálmur. vísir/pjetur Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá. Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá.
Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00
Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58
Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47