Vilja vita hvenær verður kosið: „Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 16:20 Óttarr Proppé vísir/stefán Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum. Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum.
Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59