Segir orðræðuna á Alþingi jaðra við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 16:44 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir Alþingi ekki jafn ánægjulegan og virðulegan vinnustað og það var áður fyrr. vísir Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins bættist í dag í hóp ört stækkandi þingmanna sem tilkynnt hafa að þeir ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri í næstu þingkosningum sem fara fram í haust. Alls hafa þá þrettán þingmenn gefið það út að þeir hyggist ekki bjóða sig fram í haust en á meðal þeirra eru reynslumiklir þingmenn á borð við Einar K. Guðfinnsson þingmann Sjálfstæðisflokksins, Katrínu Júlíusdóttur þingmann Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna. Þá munu nýstirni á þingi einnig hverfa á braut en Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar komu ný inn á þing í kosningum vorið 2013.Minni virðing á milli þingmanna Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að endurnýjun á þingi geti verið meiri á einum tíma en öðrum og oft séu það eðlilegar sveiflur. „Ég held hins vegar þó að við höfum á umliðnum árum horft upp á sífellt versnandi orðræðu á Alþingi frá því sem áður var svo jaðrar við niðurbrot pólitískrar umræðu í landinu,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir virðingu alþingismanna í garð hverra annarra þvert á flokka hafa hrakað verulega frá því sem áður var. „Menn gátu þá tekist á en haldið virðingu og mjög oft góðum vinskap yfir hinar pólitísku línur. Ég held að þetta niðurbrot geri það að verkum að starfið á Alþingi sé ekki jafn ánægjulegt og áður var og að fólk upplifi það ekki endilega sem jafn ábyrgðarfullt hlutverk að verða lýðræðislega kjörinn fulltrúi frá því sem áður var,“ segir Eiríkur.Slæmur mórall geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað Því geti það hreinlega verið að fólk vilji kjósa sér annan starfsvettvang þar sem Alþingi sé ekki sá ánægjulegi og virðulegi starfsvettvangur sem það eitt sinn var. „Þetta er stórhættulegt lýðræðinu og má ekki halda áfram. Pólaríseringin á þingi er líka orðin meiri en áður var og birtist í ýmsum smávægilegum hlutum eins og því hvernig þingmenn sitja í matsalnum. Þar sitja samherjar saman, stjórnarliðar saman og svo stjórnarandstæðingar saman,“ segir Eiríkur. Hann bætir því þó við að hann hafi auðvitað enga vissu fyrir því að í einstaka tilfellum að þetta sé ástæða hvers og eins þingmanns fyrir því að hætta. „En ég get ímyndað mér að svona slæmur mórall á vinnustað geti haft þau áhrif að fólk sé tilbúnara til að fara annað. Síðan má auðvitað bæta því við að umskipti eru í eðli sínu ekkert slæm.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sækist ekki eftir oddvitasæti í Reykjavík á ný. 4. júlí 2016 10:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent