„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. júlí 2016 20:27 Geir, Aron og Heimir þökkuðu allir kærlega fyrir þann ótrúlega stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt landsliðinu. Vísir Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, semsagt í raun þjóðinni allri, var sérstaklega þakkað á Arnarhóli í dag þar sem tugþúsundir voru samankomnir til þess að hylla íslenska landsliðið og bjóða það velkomið heim. Landsliðið og þjálfararnir klöppuðu fyrir öllum þeim sem studdu þá á vegferðinni fyrir framan troðfullan Arnarhól. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir að koma hingað og taka á móti landsliðinu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir að hann þakkaði forseta Íslands, forsætisráðherra og samstarfsaðilum KSÍ fyrir að skipuleggja móttökuna á Arnarhóli. Landsliðið lenti í Keflavík síðdegis í dag eftir ótrúlega framgöngu á Evrópumótinu í knattspyrnu en liðið datt úr leik í gær eftir tap á móti feiknasterku liði Frakka. Þeir voru fluttir með rútu í miðbæ Reykjavíkur þar sem gríðarlegur fólksfjöldi tók á móti þeim. „Liðið tók ekki bara þátt svo eftir verði munað. Stuðningur þjóðarinnar var algjör,“ sagði Geir. Íslenskir stuðningsmenn slógu í gegn um heim allan fyrir jákvæðni og gleði sína og síðast en síst, hið nú heimsfræga, víkingaklapp.Downtown RVK crowded with people, receiving the Icelandic National Team in Football. Endless goosbumps. Pics:@RUVohf pic.twitter.com/NXhwEzK80X— Terrordisco (@terrordisco) July 4, 2016 „Þið eruð bestu stuðningsmenn í heimi. Takk landsmenn allir fyrir að sameinast í stuðningi við strákana okkar. Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla. Strákarnir unnu ekki mótið. En þeir unnu hug og hjörtu milljóna manna um heim allan.“ Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari ávarpaði einnig samkomuna og þjálfararnir og landsliðið klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum. „Þetta hefur sýnt okkur hvað við getum verið sterk þegar við stöndum saman og þegar gleðin er við völd þá er alveg magnað að vera íslenskur. Við erum alveg virkilega stoltir af því að vera Íslendingar í dag.“ Þá þakkaði Heimir Lars fyrir árin fjögur sem hann hefur verið með landsliðinu. „Hann verður í hjarta okkar áfram alveg eins og hann hefur sagt að við verðum í hjarta hans.“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, þakkaði ótrúlegan stuðning íslensku þjóðarinnar. „Þetta er ótrúlegt. Þetta hefur verið heiður. Það hefur verið frábært að taka þátt í þessu og þessi stuðningur sem við höfum fengið er ólýsanlegur. Frá strákunum og staffinu viljum við segja takk.“Átti móment með strákunum. Elska þá. #takkstrákar #emísland pic.twitter.com/qQirgFgErG— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 4, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56 Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00 Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld. 4. júlí 2016 14:56
Sögulok á Stade de France Ævintýri íslenska landsliðsins lauk á troðfullum Stade de France í gærkvöldi þar sem heimamenn í gríðarsterku frönsku landsliðið unnu 5-2 sigur á baráttuglöðu íslensku liði. Enginn gafst upp fyrr en í fulla hnefana, hvorki leikmenn 4. júlí 2016 06:00
Tólf Tólfur dreifðar, sárar og svekktar fyrir innan og utan Stade de France Hörðustu stuðningsmenn Íslands eru búnir að jafna sig á tapinu en svíður framkoma vegna miðasölu á Frakkaleikinn. 4. júlí 2016 13:32