Ríkasta prósentið jók eignahlut sinn um 49 milljarða á einu ári Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. október 2016 07:00 Eignaaukningu landsmanna má að stærstum hluta rekja til verðhækkana á fasteignamarkaði. vísir/anton brink Eignir ríkasta eina prósents landsmanna jukust um 49 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Árni Páll Árnasonvísir/vilhelmMeðal þess sem má einnig lesa úr svarinu er að eignir ríkustu fimm prósentanna jukust um 125 milljarða á sama tímabili. Hlutfall þess sama hóps af heildareign allra landsmanna stóð í stað milli ára og er rúmt 31 prósent. Hópurinn sem samantektin miðast við samanstendur af einhleypum og hjónum en einstaklingar teljast sérstök fjölskylda frá sextán ára aldri. „Það sem vekur sérstaklega athygli mína er að við erum hægt og rólega að feta okkur í átt að misvæginu sem var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt fram sambærilega fyrirspurn ár hvert síðastliðin þrjú ár. „Það er mikilvægt að hafa augun á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á ekki að vera umræðuefni í nokkra daga á ári rétt í kringum kosningar. Það er raunveruleg hætta á að þarna slitni í sundur aftur.“ Hann segir að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuðinn. „Skattbyrðin hefur lent á þeim sem minnst hafa og sértækar aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim sem mest eiga. Það blasir við að að öllu óbreyttu séum við að stefna í sama ástand og ríkti í aðdraganda hrunsins.“Bjarni Benediktssonvísir/stefán„Þegar horft er á skatttekjur eftir tekjutíundum er grundvallaratriði að átta sig á því hvort laun hafi hækkað. Ef þau hækka þá þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að muna að námsmenn, sumarstarfsmenn og fólk í hlutastarfi falla í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki eðlilegt að bera saman fólk í hlutastarfi saman við fólk í fullu starfi.“ Ráðherrann vísar meiningum Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst, á bug og bendir á skattalækkanir stjórnarinnar og niðurfellingu miðþreps tekjuskattsins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður með hálfa milljón í tekjur á mánuði stendur því uppi með 160 þúsund krónum meira í árslok en áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Eignir ríkasta eina prósents landsmanna jukust um 49 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.Árni Páll Árnasonvísir/vilhelmMeðal þess sem má einnig lesa úr svarinu er að eignir ríkustu fimm prósentanna jukust um 125 milljarða á sama tímabili. Hlutfall þess sama hóps af heildareign allra landsmanna stóð í stað milli ára og er rúmt 31 prósent. Hópurinn sem samantektin miðast við samanstendur af einhleypum og hjónum en einstaklingar teljast sérstök fjölskylda frá sextán ára aldri. „Það sem vekur sérstaklega athygli mína er að við erum hægt og rólega að feta okkur í átt að misvæginu sem var hér rétt fyrir hrun,“ segir Árni Páll Árnason. Þingmaðurinn hefur lagt fram sambærilega fyrirspurn ár hvert síðastliðin þrjú ár. „Það er mikilvægt að hafa augun á þessari þróun stöðugt. Jöfnuður á ekki að vera umræðuefni í nokkra daga á ári rétt í kringum kosningar. Það er raunveruleg hætta á að þarna slitni í sundur aftur.“ Hann segir að aðgerðir núverandi ríkisstjórnar hafi aukið á ójöfnuðinn. „Skattbyrðin hefur lent á þeim sem minnst hafa og sértækar aðgerðir hafa sérstaklega nýst þeim sem mest eiga. Það blasir við að að öllu óbreyttu séum við að stefna í sama ástand og ríkti í aðdraganda hrunsins.“Bjarni Benediktssonvísir/stefán„Þegar horft er á skatttekjur eftir tekjutíundum er grundvallaratriði að átta sig á því hvort laun hafi hækkað. Ef þau hækka þá þyngist skattbyrðin. Hér hafa laun allra tekjutíunda hækkað gífurlega,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Við verðum að muna að námsmenn, sumarstarfsmenn og fólk í hlutastarfi falla í neðstu tekjutíundirnar. Það er ekki eðlilegt að bera saman fólk í hlutastarfi saman við fólk í fullu starfi.“ Ráðherrann vísar meiningum Árna Páls, um að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst, á bug og bendir á skattalækkanir stjórnarinnar og niðurfellingu miðþreps tekjuskattsins. Fyrir langflesta hafi tekjuskattur lækkað um 3,3 prósentustig. „Maður með hálfa milljón í tekjur á mánuði stendur því uppi með 160 þúsund krónum meira í árslok en áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Laun þeirra ríku hækka hraðar Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær 70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu. 10. október 2016 07:00