Á dögunum var frumsýnd kvikmyndin Rogue One, sú fyrsta í hinum svokallaða Star Wars: Anthology sagnabálki, en það eru í myndir sem gerast í Star Wars heiminum en eru þó ekki hluti sama söguþræði og „aðalmyndirnar.“ Margir aðdáendur Star Wars myndanna biðu gríðar spenntir enda alltaf mikil spenna í kringum útgáfu nýjustu mynda í þessari röð kvikmynda sem á næsta ári verður fjörutíu ára gömul, hvorki meira né minna.

Fyrsta Star Wars myndin, A New Hope, kemur í kvikmyndahús. Myndin var gríðarlega vinsæl og nýtt æði fæddist.
A New Hope þénaði 786 milljónir dollara á heimsvísu.
1980
Þremur árum síðar kemur framhaldið The Empire Strikes Back. Í fyrstu var henni ekki tekið jafn vel af gagnrýnendum en hefur með tíð og tíma orðið ákaflega vinsæl og af mörgum talin besta Star Wars myndin.
The Empire Strikes Back þénaði 534 milljónir dollara á heimsvísu.
1983
Eftir önnur þrjú ár kemur Return of the Jedi, síðasta myndin í þríleiknum út. Margir Star Wars nördar líta svo á að þetta hafi verið síðasta Star Wars myndin.
Return of the Jedi þénaði 572 milljónir dollara á heimsvísu.

En staðreyndin er sú að Episode I – The Phantom Menace er bíómynd sem er til í alvörunni. The Phantom Menace þótti leggja meira upp úr tæknibrellum á meðan söguþráður og leikur var að virtist bara aukaatriði.
The Phantom Menace þénaði 1.027 milljónir dollara á heimsvísu.
2002
Þremur árum síðar kom út Attack of the Clones. Aðdáendum Star Wars þótti hún eilítið betri en The Phantom Menace en staðreyndin var enn sú að söguþráðurinn var mjög undarlegur og tæknibrellurnar enn í aðalhlutverki.
Attack of the Clones þénaði 656 milljónir dollara á heimsvísu.
2005
Langskásta myndin úr Prequel seríunni er af mörgum talinn vera sú síðasta, Revenge of the Sith.
Revenge of the Sith þénaði 848 milljónir dollara á heimsvísu.

Tíu árum síðar er Disney komið í spilið, George Lucas ekki með puttana í öllu og J.J. Abrams heldur um leikstjórnartaumana og út kemur hin prýðilega The Force Awakens sem er framhald Return of the Jedi og fyrsta myndin í nýjum framhalds þríleik.
The Force Awakens þénaði 2.059 milljónir dollara á heimsvísu.
2016
Á dögunum kom Rogue One út og hlaut viðtökur.
2017
Í desember á næsta ári kemur næsta mynd í framhaldsseríunni út en hún hefur ekki enn hlotið titil en er sú áttunda í Star Wars sögunni.
2018
Eftir tvö ár er það inn skrautlegi Han Solo sem verður tekinn fyrir í Anthology seríunni.
