Sjálfstæðisflokkurinn vill 20 milljónir frá Páli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2016 11:15 Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafið Pál Heimisson um 20 milljónir króna. Vísir/GVA Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, fyrir hönd hóps íhaldssamra stjórnmálaflokka innan Norðurlandaráðs, hefur stefnt Páli Heimissyni sem árið 2013 var sakfelldur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfelld umboðsvik á meðan hann starfaði fyrir hópinn. Er þess krafist að Páll endurgreiði Íhaldshópnum rúmar nítján miljónir króna. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Héraðsdóms í febrúar sl. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka en Páll hafði notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011.Páll notaði kreditkort Íhaldshópsins víða.Vísir/grafíkViðurkenndi brot sín og hugðist endurgreiða Hæstiréttur vísaði hinsvegar frá kröfu Sjálfstæðisflokksins um að Páll skyldi endurgreiða milljónirnar nítján vegna vanreifunar en það var mat Hæstaréttar að ekki hafi verið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra af Íhaldshópi Norðurlandaráðs. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins á hendur Páli sem birtist í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að úr þessu hafi verið bætt og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú umboð frá öðrum aðilum íhaldshópsins. Lögmaður Sjálfstæðisflokksins og Íhaldshópsins er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi aþingismaður.Sjá einnig: Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnaðÍ stefnunni kemur fram að að Páll hafi viðurkennt brot sín og ábyrgð á þeim í tölvupósti til framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins 28. mars 2011 og lýsti hann því yfir að hann hygðist leggja sig fram við að endurgreiða þær fjárhæðir sem hann hefði tekið ófrjálsri hendi. Engar slíkar greiðslur hafi borist og því sé Sjálfstæðisflokknum, fyrir hönd Íhaldshópsins, nauðugur sá kostur að höfða dómsmál á hendur Páli.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik PálsPáll hefur um nokkurt skeið verið með skráð lögheimili í Rúmeníu þar sem hann stundaði nám. Var reynt að birta honum stefnu þar í landi en í janúar barst erindi rúmenskra yfirvalda þess efnis að stefnubirting hefði ekki tekist þar í landi með þeirri útskýringu að stefndi hefði flutt aftur til Íslands. Í stefnunni segir að engar upplýsingar liggi fyrir að Páll hafi flutt aftur til Íslands. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. mars og er Páli gert að verða viðstaddur þingfestingu. Verði hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins má búast við því að útivistardómur gangi í málinu.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira