Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júní 2016 20:22 Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.” Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.”
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07