Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2016 19:00 Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira