Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2016 12:24 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ í Ásmundarsal. Vísir/Stefán „Við hörmum þessa stöðu sem er komin upp,“ segir framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Valhallar, Ingólfur Geir Gissurarson, en fasteignasalan annaðist söluna á Ásmundarsal á Freyjugötu. Það voru fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir sem keyptu húsið af Alþýðusambandi Íslands fyrir 168 milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mistök hafi orðið til þess að hæsta tilboðinu í húsið hafi ekki verið tekið. Er haft eftir Gylfa að mistökin hafi falist í því að ekki bárust upplýsingar um þau tilboð sem gerð voru með réttum hætti, málið sér til skoðunar og að það sé litið alvarlegum augum.Ásmundarsalur er staðsettur á Freyjugötu 41 í Þingholtunum.Vísir/StefánIngólfur Geir Gissurarson segir fasteignasöluna ætla að skoða málið ofan í kjölinn. „Og við munum sannarlega bera ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni. Það er alveg hreint og klárt og við munum ekki skorast undan því. Við viljum ekki að seljandinn fari sár frá borði.“ Gylfi Arnbjörnsson ítrekaði við Morgunblaðið að þrátt fyrir að ASÍ sé með málið til skoðunar þá muni kaupsamningurinn við Aðalheiði og Sigurbjörn standa. Líkt og kom fram fyrr borguðu hjónin 168 milljónir króna fyrir Ásmundarsal en fasteignamat hússins er 76,7 milljónir króna. Nýju eigendurnir lögðu áherslu á að viðhalda list- og menningarhlutverki hússins þegar tilkynnt var um kaupin en Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki áfram nýtt undir slíka starfsemi. Tengdar fréttir Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Við hörmum þessa stöðu sem er komin upp,“ segir framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Valhallar, Ingólfur Geir Gissurarson, en fasteignasalan annaðist söluna á Ásmundarsal á Freyjugötu. Það voru fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir sem keyptu húsið af Alþýðusambandi Íslands fyrir 168 milljónir króna. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mistök hafi orðið til þess að hæsta tilboðinu í húsið hafi ekki verið tekið. Er haft eftir Gylfa að mistökin hafi falist í því að ekki bárust upplýsingar um þau tilboð sem gerð voru með réttum hætti, málið sér til skoðunar og að það sé litið alvarlegum augum.Ásmundarsalur er staðsettur á Freyjugötu 41 í Þingholtunum.Vísir/StefánIngólfur Geir Gissurarson segir fasteignasöluna ætla að skoða málið ofan í kjölinn. „Og við munum sannarlega bera ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni. Það er alveg hreint og klárt og við munum ekki skorast undan því. Við viljum ekki að seljandinn fari sár frá borði.“ Gylfi Arnbjörnsson ítrekaði við Morgunblaðið að þrátt fyrir að ASÍ sé með málið til skoðunar þá muni kaupsamningurinn við Aðalheiði og Sigurbjörn standa. Líkt og kom fram fyrr borguðu hjónin 168 milljónir króna fyrir Ásmundarsal en fasteignamat hússins er 76,7 milljónir króna. Nýju eigendurnir lögðu áherslu á að viðhalda list- og menningarhlutverki hússins þegar tilkynnt var um kaupin en Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti yfir áhyggjum af því að húsið yrði ekki áfram nýtt undir slíka starfsemi.
Tengdar fréttir Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45