Hrossasala til útlanda hefur ekki verið meiri í fimm ár Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Landsmót á Hólum 2016 kemur til með að draga að sér fjölda útlendinga. Unnendur íslenska hestsins eru búsettir um allan heim. Hér að ofan má sjá stemninguna á Gaddstaðaflötum árið 2014. vísir/bjarni þór sigurðsson Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“ Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira