Hrossasala til útlanda hefur ekki verið meiri í fimm ár Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Landsmót á Hólum 2016 kemur til með að draga að sér fjölda útlendinga. Unnendur íslenska hestsins eru búsettir um allan heim. Hér að ofan má sjá stemninguna á Gaddstaðaflötum árið 2014. vísir/bjarni þór sigurðsson Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira