Leikarinn Iwan Rheon, sem aðdáendur Game of Thrones þáttana elska að hata, segist styðjast við söngvarann Liam Gallagher þegar komi að því að túlka persónu sína Ramsay Bolton fyrir framan tökuvélarnar.
Persóna hans, sem er með þeim illkvittnari í annars dökkri veröld Westeros, giftist í síðustu seríu Sönsu Stark og beitti hana miklu andlegu ofbeldi. Hann eyddi svo nánast öllum tíma sínum á skjánum í seríunni á undan í að pynta Theon Greyjoy.
Í viðtali við NME á dögunum sagði hann að túlkun sín á Ramsay væri byggð á Denna Dæmalausa, Jókernum eins og hann birtist í kvikmyndinni The Dark Knight og Oasis söngvaranum Liam Gallagher.
Margir bíða spenntir eftir því að sjá sjöttu seríu Game of Thrones en hún hefur göngu sína 24 apríl næstkomandi.
Liam Gallagher fyrirmynd Ramsay Bolton
