Hrói höttur sópar að sér verðlaunum Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 21. janúar 2016 09:00 Gísli Örn Garðarsson, leikstjóri sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar, er hæstánægður með verðlaunin. Vísir/Ernir Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn. Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Vesturport stóð á mánudaginn uppi sem sigurvegari hjá Broadway World samtökunum fyrir bestu sýninguna í Toronto árið 2015. Sýningin Í hjarta Hróa hattar sigraði í 8 flokkum, meðal annars sem besta leiksýningin, fyrir bestu leikstjórn, bestu leikmyndina og bestu búningana. „Toronto er stærsta leikhúsborg Kanada og valnefndin er samsett af bransafólki frá allri Norður-Ameríku svo það er virkilega gaman að fá viðurkenningu frá þessu fólki. Þetta er einstaklega gott fyrir okkur þar sem við erum íslenskur hópur með breska þjóðsögu og fáum svona flott verðlaun,“ segir Gísli Örn Garðarsson hæstánægður með verðlaunin.Gísli ásamt Berki Jónssyni, leikmyndahönnuði sýningarinnar.Vesturportshópurinn hefur ferðast víðs vegar um heiminn með sýninguna og mætti segja að stærsti sigur hans hafi komið með þessum verðlaunum. Toronto er ein stærsta leikhúsborg Kanada og fjöldinn allur af eftirsóttustu sýningum í Ameríku fer þar í gegn, þetta hlýtur að opna mikla möguleika fyrir sýninguna? „Já, svo sannarlega, það eru alls konar viðræður í gangi og er sýningin líklega að fara til Bandaríkjanna á næstunni. Það stóð alltaf til að sýningin færi á Broadway og mætti eiginlega segja að hún sé eins og flugvél sem bíður eftir lendingarplássi þar. Í dag eru þeir jafnvel að skoða að sýna Hróa hött á fleiri stöðum í Bandaríkjunum svo það er nóg fram undan hjá okkur,“ segir hann. Í hjarta Hróa hattar er sýnd í Þjóðleikhúsinu og er Gísli Örn ánægður með viðtökurnar. „Það er frábært hvað sýningin er að fá góð viðbrögð hérna heima. Þó að Hrói höttur sé ekki okkar þjóðsaga virðist sýningin hafa snert einhvern góðan streng og það mætti segja að sýningin nái til breiðs hóps og virki fyrir alla, bæði þá sem eru að fara með börn og unglinga í leikhús og líka fyrir fullorðna,“ segir Gísli Örn.
Menning Tengdar fréttir Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47 Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. 27. september 2015 23:47
Hrói höttur í Þjóðleikhúsinu: „Öðruvísi Hrói en fólk á að venjast“ Fyrsti samlestur sýningarinnar Í hjarta Hróa hattar fór fram í dag. 27. apríl 2015 18:18