Tónlistin úr Hróa hetti gefin út á plötu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2015 23:47 Salka Sól og félagar ætla í hljóðver í næstu viku. mynd/salka sól Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut. Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlist er stór hluti af leikritinu Í hjarta Hróa hattar sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Höfundar tónlistarinnar eru þau Salka Sól, Aron Steinn Ásbjarnarson og Örn Ýmir. Þá samdi Salka Sól textana við lögin. Í samtali við Vísi segir Salka að tónlistin hafi fengið góðar viðtökur. „Við sömdum alls um sex heil lög en mörg af þeim voru köttuð niður fyrir sýninguna. Við grípum í þau svona fyrir mismunandi senur í leikritinu; sumir karakterar eiga til dæmis sitt eigið stef eða sinn eigin söng eins og Maríanna, hetjan í leikritinu, en lagið hennar heitir Á annan stað,“ segir Salka. Hún, Aron og Örn Ýmir eru öll í hljómsveitinni sem spilar í sýningunni auk þeirra Sigurðar Inga Einarssonar og Tómasar Jónssonar. „Stefnan er að fara í hljóðver núna í vikunni, taka lögin upp og gefa þau út á plötu.“Small allt á generalprufunni Aðspurð hvernig ferlið hafi gengið fyrir sig segir Salka að þau hafi fengið handritið fyrst í hendurnar í mars. „Það handrit var á ensku því það var verið að klára þýðinguna. Við fengum síðan handritið á íslensku í apríl og byrjuðum bara að semja á fullu. Það voru síðan æfingar í fjórar vikur fyrir sumarfrí og eftir það vorum við komin með góða tilfinningu fyrir leikritinu. Við vorum því bara á fullu að semja í sumar og þá komu textarnir líka.“ Salka og félagar voru því með nóg af tónlist þegar þau mættu aftur til æfinga eftir sumarfrí. „Við vorum með alls konar lög og stef og mesta púsluspilið var að koma öllu rétt inn í sýninguna. Láta til dæmis tónlistina passa rétt við bardagaatriðin sem eru nokkur í leikritinu og láta þetta allt smella saman. Það var svona það erfiðasta við þetta og hlutirnir smullu eiginlega ekki fyrr en á generalprufunni,“ segir Salka hlæjandi. Hér að neðan má sjá Sölku Sól taka lagið hennar Maríönnu í þættinum Helginni á Hringbraut.
Tengdar fréttir Líf og fjör í Skírisskógi Ærslafull sýning sem hittir beint í mark. 15. september 2015 09:45 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira