Byggja þúsund íbúðir fyrir tekjulága í Reykjavík Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2016 18:45 Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“ Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Alþýðusambandið og Reykjavíkurborg ætla að byggja eitt þúsund íbúðir fyrir tekjulágt launafólk á næstu fjórum árum. Borgin leggur til fríar lóðir á þremur stöðum í borginni og verkalýðshreyfingin mun sjá um rekstur húsnæðisins. Forseti Alþýðusambandsins segir brýnt að leysa úr miklum húsnæðisvanda vinnandi fólks. Íbúðafélagið verður stofnað um leið og Alþingi hefur afgreitt frumvarp félags og húsnæðismálaráðherra um almennar íbúðir. Forseti ASÍ segir markmiðið að bjóða upp á ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga. „Viljayfirlýsingin felst í því að Alþýðusambandið sem gjöf til okkar félagsmanna ætlar að stofna íbúðafélag og fara í það að byggja íbúðir fyrir tekjulágar fjölskyldur. Viljayfirlýsingin er það að borgin ætlar að taka þátt í þessu með okkur og gefur okkur fyrirheit um að úthluta okkur lóðum fyrir eitt þúsund íbúðir á næstu fjórum árum. Það gerir okkur kleift að setja virkilegan gang í þetta og hefja þessa uppbyggingu, segir Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ. Hann segir uppbyggingu á húsnæðismarkaði eitt brýnasta verkefni samfélagsins. „Staðan er mjög slæm. Við erum að sjá að okkar fólk í lægsta tekjuhlutanum er að eyða upp undir helmingi tekna sinna í leigu. Það gerist líka í rótleysi að það er ekki á vísan að róa með það. Það veldur vandræðum fyrir börnin að geta ekki verið í öruggu skjóli og þess vegna held ég að þetta sé brýnasta verkefnið að leysa úr í samfélaginu,“segir Gylfi. Fyrstu íbúðirnar verða byggðar í Urðarbrunni, við Nauthólsveg 79 og Móaveg 2-4 í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík segist vilja dreifa ódýru húsnæði í öll hverfi í borginni. „Stóru tíðindin eru þau að nú er verkalýðshreyfingin komin á bak við þessi áform, þúsund íbúðir, sem bætast við stúdentaíbúðirnar,búseturéttaríbúðirnar og almennu félagslegu leiguíbúðirnar. Þarna erum við komin með húsnæðisáætlun sem er fjölbreytt, eins og borgin er. Það eru virkilega góð tíðindi,“ sagði Dagur. Viljayfirlýsingin er háð fyrirvara um samþykkt laga um almennar íbúðir sem nú liggur fyrir Alþingi. Eygló Harðardóttir félags –og húsnæðismálaráðherra segir velferðarnefnd vinna sleitulaust að frumvarpinu. „Það er unnið hörðum höndum að því að afgreiða frumvarpið um almennu íbúðirnar. Ég veit að velferðarnefnd er að funda sjö til átta klukkustundir á dag. Taka á móti umsagnaraðilum og fara yfir athugasemdir sem hafa komið fram. Þannig að ég vænti þess að þingið muni á næstunni afgreiða þetta mál. Ég er með einn og hálfan milljarð sem ég vil gjarnan fara að úthluta. Hér sjáum við risaskref fram á við þar sem verkalýðshreyfingin fer fram og lýsir því yfir að hún vilji byggja þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er hvað mest.“
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira