Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2016 11:15 Hvalveiðar Íslendingar hafa verið umdeildar. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29
Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17
Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09