Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2016 13:23 Fyrir liggur að listmannalaunin og fyrirkomulag þeirra verða tekin fyrir á þinginu. Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins er nú að undirbúa fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, í nokkrum liðum en hún snýr að listamannalaunum sem hafa verið mjög til umræðu eftir að gerð var grein fyrir því hverjir fengu úthlutað starfslaunum. „Þetta virðist vera eitthvað sem þarf að laga og þá sérstaklega fyrir listamennina sjálfa. Þeir sem eru að þiggja þessi laun fyrir vel unnin störf eiga ekki að þurfa að líða fyrir það. Við viljum flest hafa listir og menningu í landinu en eins og einhver listamaðurinn benti á er erfitt að vega það og meta hvern beri að styrkja í þeim efnum. Kannski sitja ekki allir við sama borð. Skattkerfið gæti komið inní til að meira jafnræðis sé gætt, þá milli listamanna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.Jafnræðis ekki gætt Honum sýnist sem svo að ekki sé jafnræðis gætt og stefnir að því að leggja fyrirspurnina fram á morgun, eða í síðasta lagi þegar þing kemur saman í næstu viku. Fyrirspurnin sem Haraldur hyggst leggja fram er þríþætt. Hún snýr að því hvort hugsanlega hafi stjórnsýslulög verið brotin við úthlutun, þá í tengslum við það að stjórn fagfélagsins velji í úthlutunarnefndina, sem svo deilir styrkjum til stjórnarmanna og félaga þeirra.Vísir sagði frétt af nákvæmlega þessu í vikunni sem vakti verulega athygli. Í öðru lagi ætlar Haraldur að spyrja Illuga hvort ekki þurfi að skilgreina betur hvernig styrkirnir eru hugsaðir, hvort til dæmis sé rétt að beina styrkjum til þeirra sem sérstaklega beina skrifum sínum að markaðinum leynt og ljóst, sem slíkum? Í þriðja lagi þá hvort ekki geti verið rétt að tekjutengja listmannalaun?Vill höggva á kergjuhnúta „Já, og þá í fjórða lagi hvort ráðherra hyggst beita sér fyrir breytingum á þessu fyrirkomulagi, til að ná sátt um þessar úthlutanir,“ segir Haraldur og telur fulla ástæðu til að reyna að finna einhverja lausn sem gæti orðið til að slá á þá kergju sem gjarnan sprettur upp árlega þegar gerð er grein fyrir þessum úthlutunum. Haraldur segir það kannski annað mál, en hann stefnir einnig að því að skoða sérstaklega heiðurslaun listamanna en hann telur fulla ástæðu til að gera breytingar á því fyrirkomulagi, einnig. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins er nú að undirbúa fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, í nokkrum liðum en hún snýr að listamannalaunum sem hafa verið mjög til umræðu eftir að gerð var grein fyrir því hverjir fengu úthlutað starfslaunum. „Þetta virðist vera eitthvað sem þarf að laga og þá sérstaklega fyrir listamennina sjálfa. Þeir sem eru að þiggja þessi laun fyrir vel unnin störf eiga ekki að þurfa að líða fyrir það. Við viljum flest hafa listir og menningu í landinu en eins og einhver listamaðurinn benti á er erfitt að vega það og meta hvern beri að styrkja í þeim efnum. Kannski sitja ekki allir við sama borð. Skattkerfið gæti komið inní til að meira jafnræðis sé gætt, þá milli listamanna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.Jafnræðis ekki gætt Honum sýnist sem svo að ekki sé jafnræðis gætt og stefnir að því að leggja fyrirspurnina fram á morgun, eða í síðasta lagi þegar þing kemur saman í næstu viku. Fyrirspurnin sem Haraldur hyggst leggja fram er þríþætt. Hún snýr að því hvort hugsanlega hafi stjórnsýslulög verið brotin við úthlutun, þá í tengslum við það að stjórn fagfélagsins velji í úthlutunarnefndina, sem svo deilir styrkjum til stjórnarmanna og félaga þeirra.Vísir sagði frétt af nákvæmlega þessu í vikunni sem vakti verulega athygli. Í öðru lagi ætlar Haraldur að spyrja Illuga hvort ekki þurfi að skilgreina betur hvernig styrkirnir eru hugsaðir, hvort til dæmis sé rétt að beina styrkjum til þeirra sem sérstaklega beina skrifum sínum að markaðinum leynt og ljóst, sem slíkum? Í þriðja lagi þá hvort ekki geti verið rétt að tekjutengja listmannalaun?Vill höggva á kergjuhnúta „Já, og þá í fjórða lagi hvort ráðherra hyggst beita sér fyrir breytingum á þessu fyrirkomulagi, til að ná sátt um þessar úthlutanir,“ segir Haraldur og telur fulla ástæðu til að reyna að finna einhverja lausn sem gæti orðið til að slá á þá kergju sem gjarnan sprettur upp árlega þegar gerð er grein fyrir þessum úthlutunum. Haraldur segir það kannski annað mál, en hann stefnir einnig að því að skoða sérstaklega heiðurslaun listamanna en hann telur fulla ástæðu til að gera breytingar á því fyrirkomulagi, einnig.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39