Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 11:15 Ragnar var staddur í Flórída stuttu áður en árásin var gerð. Hann rakst á öryggisvörð en grunaði ekki að vörðurinn myndi í kjölfarið verða þekktur sem hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð á mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Vísir/RTH/EPA „Það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að maður hafi átt í samskiptum við verðandi fjöldamorðingja nokkrum dögum áður en hann stóð fyrir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna – og að sá maður hafi gengið með skammbyssu í beltinu og átt að heita „öryggisvörður.“ Þetta skrifar Ragnar Tómas Hallgrímsson, ristjóri vef- og prentmiðilsins SKE, í pistli á miðli sínum en þar lýsir hann þeirri undarlegu upplifun að hafa hitt Omar Mateen, fjöldamorðingja og hryðjuverkamann. Mateen myrti fimmtíu manns á skemmtistað fyrir samkynhneigða í bænum Port St. Lucie í Flórída í gær. Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins í gíslingu í þrjá tíma.Vísir/EPARagnar var á ferðalagi ásamt kærustu sinni en þau dvöldu í Flórída í tíu daga fyrir um tveimur vikum segir hann í samtali við Vísi. Á þessum tíma rákust þau á Mateen tvisvar sinnum en hann starfaði sem öryggisvörður í hverfinu PGA Village. „Til þess að komast inn í hverfið þurfa menn að keyra í gegnum öryggishlið,“ útskýrir Ragnar í pistlinum. Glaðlyndur einn daginn - þögull þann næsta „Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki. Ég rétti honum ökuskírteinið og hann hverfur inn í skálann til þess að fletta okkur upp í kerfinu. Þegar hann kemur til baka horfir hann hugsi á bleika ökuskirteinið og spyr mig hvaðan ég er. „From Iceland,“ segi ég. „Iceland!“ segir hann, undrandi á svip.„Icelandic strongman, yes? Big, Icelandic strongman!?“ hann bendir á mig og hlær, hnyklar svo vöðvana líkt og Jón Páll og opnar hliðið.“ Samtalið hljómar svona á íslensku: „Frá Íslandi,“ segi ég. „Íslandi! Íslenskur kraftajötunn, er það ekki? Stór íslenskur kraftajötunn?“ Ragnar og kærasta hans horfa á hvert annað brosandi yfir þessum hressa öryggisverði. „Nokkrum dögum síðar keyrum við aftur í gegnum öryggishliðið og sami maður gengur út úr skálanum.„Hey, it's the big Icelandic strongman, again!“ segi ég og ætla að taka upp þráðinn að nýju – en uppsker lítil sem engin viðbrögð. Hann virðist ekkert muna eftir mér, tekur bara við ökuskírteininu og gengur inn í skálann þögull. Svo gengur hann út og opnar hliðið, svolítið fýldur á svip. „Ekki eins hress í þetta skiptið,“ segi ég við kærustuna.“ Öryggisvörðurinn reyndist fjöldamorðinginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa í dag flutt fregnir af því að Omar Mateen hafi verið haldinn geðhvarfasýki. Ragnar segir í samtali við Vísi að þessi dagamunur á öryggisverðinum sem hann sjálfur upplifaði geti vel hafa orsakast af slíkum sjúkdómi. Hann hafi verið í mikilli uppsveiflu þegar parið fór í gegnum öryggishliðið í fyrsta skiptið en svo hefði því verið öfugt farið aðeins nokkrum dögum síðar þegar þau fóru úr bænum. Ragnar sá síðan í morgun mynd af manninum sem framdi ódæðin í Flórída í gær. Í fyrstu tengdi hann ekki þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hann hefði séð manninn einhvers staðar áður. „Í greininni kom fram að faðir Mateen, Mir Seddique, taldi að ástæðan á bakvið árásina ætti sennilega rætur að rekja til hommahaturs; tveimur mánuðum fyrir árásina hafði Omar Mateen séð tvo karlmenn kyssast í Miami. Sú sýn gerði hann æfan. Ég skoðaði fleiri greinar og einhvers staðar stóð að Omar Mateen hafði keypt 9 mm hríðskotarbyssu ásamt .223 caliber árásarrifil í Port St. Lucie í lok maí – þar sem hann starfaði. Sem öryggisvörður. Í PGA Village.“ Þá rann upp fyrir Ragnari ljós. „Þetta var hann – öryggisvörðurinn.“ Mateen bar það ekki utan á sér að vera hryðjuverkamaður og þau parið göntuðust með manninum fyrir aðeins nokkrum dögum. Ragnar segir upplifunina vægast sagt sérstaka og að honum hafi liðið undarlega síðan hann uppgötvaði hvers vegna hann kannaðist við manninn. „Síðan þá hef ég gengið með skrítna tilfinningu í maganum.“ Omar Mateen var tuttugu og níu ára gamall og var drepinn af lögreglu eftir að hafa haldið skemmtistaðnum í gíslingu í þrjár klukkustundir. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
„Það er svolítið sérkennilegt að hugsa til þess að maður hafi átt í samskiptum við verðandi fjöldamorðingja nokkrum dögum áður en hann stóð fyrir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna – og að sá maður hafi gengið með skammbyssu í beltinu og átt að heita „öryggisvörður.“ Þetta skrifar Ragnar Tómas Hallgrímsson, ristjóri vef- og prentmiðilsins SKE, í pistli á miðli sínum en þar lýsir hann þeirri undarlegu upplifun að hafa hitt Omar Mateen, fjöldamorðingja og hryðjuverkamann. Mateen myrti fimmtíu manns á skemmtistað fyrir samkynhneigða í bænum Port St. Lucie í Flórída í gær. Er þetta mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna.Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins í gíslingu í þrjá tíma.Vísir/EPARagnar var á ferðalagi ásamt kærustu sinni en þau dvöldu í Flórída í tíu daga fyrir um tveimur vikum segir hann í samtali við Vísi. Á þessum tíma rákust þau á Mateen tvisvar sinnum en hann starfaði sem öryggisvörður í hverfinu PGA Village. „Til þess að komast inn í hverfið þurfa menn að keyra í gegnum öryggishlið,“ útskýrir Ragnar í pistlinum. Glaðlyndur einn daginn - þögull þann næsta „Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki. Ég rétti honum ökuskírteinið og hann hverfur inn í skálann til þess að fletta okkur upp í kerfinu. Þegar hann kemur til baka horfir hann hugsi á bleika ökuskirteinið og spyr mig hvaðan ég er. „From Iceland,“ segi ég. „Iceland!“ segir hann, undrandi á svip.„Icelandic strongman, yes? Big, Icelandic strongman!?“ hann bendir á mig og hlær, hnyklar svo vöðvana líkt og Jón Páll og opnar hliðið.“ Samtalið hljómar svona á íslensku: „Frá Íslandi,“ segi ég. „Íslandi! Íslenskur kraftajötunn, er það ekki? Stór íslenskur kraftajötunn?“ Ragnar og kærasta hans horfa á hvert annað brosandi yfir þessum hressa öryggisverði. „Nokkrum dögum síðar keyrum við aftur í gegnum öryggishliðið og sami maður gengur út úr skálanum.„Hey, it's the big Icelandic strongman, again!“ segi ég og ætla að taka upp þráðinn að nýju – en uppsker lítil sem engin viðbrögð. Hann virðist ekkert muna eftir mér, tekur bara við ökuskírteininu og gengur inn í skálann þögull. Svo gengur hann út og opnar hliðið, svolítið fýldur á svip. „Ekki eins hress í þetta skiptið,“ segi ég við kærustuna.“ Öryggisvörðurinn reyndist fjöldamorðinginn Fjölmiðlar vestanhafs hafa í dag flutt fregnir af því að Omar Mateen hafi verið haldinn geðhvarfasýki. Ragnar segir í samtali við Vísi að þessi dagamunur á öryggisverðinum sem hann sjálfur upplifaði geti vel hafa orsakast af slíkum sjúkdómi. Hann hafi verið í mikilli uppsveiflu þegar parið fór í gegnum öryggishliðið í fyrsta skiptið en svo hefði því verið öfugt farið aðeins nokkrum dögum síðar þegar þau fóru úr bænum. Ragnar sá síðan í morgun mynd af manninum sem framdi ódæðin í Flórída í gær. Í fyrstu tengdi hann ekki þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hann hefði séð manninn einhvers staðar áður. „Í greininni kom fram að faðir Mateen, Mir Seddique, taldi að ástæðan á bakvið árásina ætti sennilega rætur að rekja til hommahaturs; tveimur mánuðum fyrir árásina hafði Omar Mateen séð tvo karlmenn kyssast í Miami. Sú sýn gerði hann æfan. Ég skoðaði fleiri greinar og einhvers staðar stóð að Omar Mateen hafði keypt 9 mm hríðskotarbyssu ásamt .223 caliber árásarrifil í Port St. Lucie í lok maí – þar sem hann starfaði. Sem öryggisvörður. Í PGA Village.“ Þá rann upp fyrir Ragnari ljós. „Þetta var hann – öryggisvörðurinn.“ Mateen bar það ekki utan á sér að vera hryðjuverkamaður og þau parið göntuðust með manninum fyrir aðeins nokkrum dögum. Ragnar segir upplifunina vægast sagt sérstaka og að honum hafi liðið undarlega síðan hann uppgötvaði hvers vegna hann kannaðist við manninn. „Síðan þá hef ég gengið með skrítna tilfinningu í maganum.“ Omar Mateen var tuttugu og níu ára gamall og var drepinn af lögreglu eftir að hafa haldið skemmtistaðnum í gíslingu í þrjár klukkustundir.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira