Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 11:23 Skaftárhlaupið nú er það stærsta sem sögur fara af síðan mælingar hófust árið 1955. vísir/villi Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Ekki er ljóst hvort að bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt en lög um Viðlagatryggingu Íslands eiga ekki við um tjón sem hlýst af völdum hlaupa sem teljast til reglubundinna flóða úr ám, lækjum, sjó eða vötnum. Það gæti því komið til kasta Bjargráðasjóðs sem er er í eigu ríkisins og Bændasamtaka Íslands en bændur þurfa að sækja um hjá sjóðnum vilji þeir fá tjón bætt. Sigurgeir B. Hreinsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir ýmislegt benda til þess að bændur geti fengið eitthvað af tjóninu bætt í gegnum Bjargráðasjóð en þó sé of snemmt að segja til um það. „Þetta er í raun stóráfallasjóður og það er talsverð eigin áhætta sem taka þarf tillit til. Hins vegar er það hlutverk sjóðsins að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð verði þeir fyrir meiriháttar tjóni vegna nátttúruhamfara, en þetta er alfarið tengt landbúnaði. Skemmdir á ræktarlandi geta til að mynda fallið undir þetta sem og skemmdir á girðingum og rafmagnslínum,“ segir Sigurgeir og vísar í lög um Bjargráðasjóð. „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir“ Hann bendir á að tjón vegna flóða hafi hingað til ekki verið eins stórfellt eins og nú virðist vera en ítrekar þó að meta þurfi tjónið þegar það verður hægt og sjá hvort það falli undir reglur sjóðsins. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu nái ekki til tjóns sem verður vegna jökulhlaups.„Af hverju bætir viðlagatrygging þetta ekki eins og öskutjón? Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir. Hér hefur orðið gífurlegt landbrot og eyðing auk þess sem það er mikill framburður sem fylgir þessu. Það mun valda sandfoki og leirmekki sem er kannski erfitt að koma í veg fyrir en engu að síður mætti bæta í fyrirhleðslur hérna. Ég skora bara á þingmenn Suðurkjördæmis að skoða þessi mál öll og vinna að þeim,“ segir Gísli.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38 Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn stendur á lyginni einni Skaftá hefur haldið áfram að grafa undan undirstöðum hennar í dag og landið í kringum hana hefur sigið. 4. október 2015 19:38
Kolsvartur beljandi sem aldrei fyrr Skaftárhlaupið er það lang stærsta sem mælingar ná til frá 1955. Ljóst að skemmdir að grónu landi eru tilfinningarlega. bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni óttast heimamenn. Mannvirki stóðust vatnsflauminn. 3. október 2015 08:00
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09