Ekki þörf á sérstökum drónalögum Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:30 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“ Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“
Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13