Ekki þörf á sérstökum drónalögum Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2015 19:30 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“ Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði innanríkisráðherra á Alþingi í dag hvort hún hyggðist beita sér fyrir almennri löggjöf um notkun dróna. Tilefnið er meðal annars aukin drónanotkun almennings. „Við höfum séð dróna til dæmis sveimandi yfir á menningarnótt. Ég ræddi við aðila í morgun sem sagði mér að fjórir slíkir hefðu verið á ferð á toppi Esjunnar þar sem hann var á gangi um helgina,“ sagði Katrín. Sömuleiðis væru dæmi þess að drónar svífi yfir fólki þar sem það liggi í sólbaði á svölunum heima hjá sér. „Svo bárust af því fregnir að drónar hafi verið á flugi fyrir utan gluggann í seðlabankanum. Þetta hljómar allt eins og einhvers konar vísindaskáldskapur en þetta er nú svona samt,“ bætti Katrín við og vísaði þar í fréttir Stöðvar 2 á föstudag þar sem sagði frá því að starfsfólk Seðlabanka Íslands hafi séð drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Katrín tók fram að tæknin væri spennandi og myndi án efa hafa ýmis tækifæri í för með sér. Hún sagðist hinsvegar telja að skýrari reglur muni frekar verða til þess að auka notkun dróna í atvinnulífinu, enda væru fordæmi þess í Frakklandi sem riðið hefði á vaðið með reglusetningum um dróna.Spurning hversu langt eigi að gangaÓlöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hún telji ekki þörf á sérstökum lögum um dróna. Hún boðaði hinsvegar að drög að reglugerð um notkun þeirra verði birt á vef ráðuneytisins í þessari viku til umsagnar fyrir almenning. Tæknin væri að þróast mjög hratt og rétt að velta fyrir sér hve langt eigi að ganga, enda hafi spurningar vaknað vegna víðtækari notkun slíkra tækja, bæði um öryggi fólks í loftrými og á jörðu niðri, sem og spurningar um einkalíf fólks. Sjálf sagðist Ólöf hafa skoðað reglugerðardrögin en hún treysti sér ekki sjálf til að kveða upp um hvaða ákvæði ættu þar heima og hver ekki, en hún sæi enga ástæðu til að bíða lengur með að birta drögin. „Mér finnst að við eigum að gæta þess í þessu að stilla kannski regluþörfum okkar í einhvers konar hóf en þó hafa ákveðin friðhelgissjónarmið til grundvallar og að sjálfsögðu öryggissjónarmið líka, þegar við lítum til þessara farartækja, ég veit ekki hvað maður á að segja, flygildi,“ sagði Ólöf.Hræðsla við nýja tækni skiljanlegHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók undir með Ólöfu og sagði notkun dróna víðsvegar í þjóðfélaginu kalla á að sest verði yfir málið og búið vel að reglugerðum með persónuverndar- og öryggissjónarmið í huga. „Þó vil ég segja það að þegar kemur að nýrri tækni hefur fólk líka tilhneigingu til að vera pínulítið hrætt, eðlilega. En ég legg samt til að við setjum ekki reglur nema við sjáum til þess ástæðu, vegna þess að tækifæri leynast þar sem við síst búumst við því.“
Tengdar fréttir Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Sjá meira
Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Þess eru dæmi að drónum sé flogið óþægilega nærri gluggum opinberra bygginga. Drög að reglugerð um notkun ómannaðra loftfara hafa beðið í innanríkisráðuneytinu síðan í sumar. 2. október 2015 19:13