Drón á sveimi við Seðlabanka Íslands Una Sighvatsdóttir skrifar 2. október 2015 19:13 Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf." Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Þess eru dæmi að ómönnuð loftför séu á ferli nær opinberum stofnunum en starfsfólk þeirra kærir sig um. Þetta á meðal annars við um Seðlabanka Íslands, þar sem oftar en einu sinni hefur gerst að starfsfólk verði vart við drón á flugi óþægilega nærri gluggum, á skrifstofum þar sem sýslað er með ýmsar trúnaðarupplýsingar. Nýjasta dæmið var nú fyrir skömmu þegar starfsmaður á efri hæðum bankans sá drón í kyrrstöðu í um 4 metra fjarlægð frá glugganum. Þegar hann stóð upp til að skoða drónið nánar, þá flaug það burt í skyndingu og hvarf fyrir horn Ekki er vitað hvort stjórnandi drónsins hafði eitthvað misjafnt í huga en til að fyrirbyggja að slíkt geti gerst stendur til að setja reglugerð, þar sem meðal annars er ákvæði um að ekki sé heimilt„að fljúga loftfari innan 150 m fjarlægðar frá forsetabústað, ráðuneytum eða öðrum opinberum byggingum, þ. á m. lögreglustöðvum og fangelsum.“ Samgöngustofa skilaði drögum að reglugerðinni til innanríkisráðuneytisins í sumar en dregist hefur að drögin séu kynnt opinberlega til umsagnar. Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands segir að óorðið sem drón hafi á sér stafi fyrst og fremst af hernaðardrónum í Bandaríkjunum. Flygildi séu þó fyrst og fremst spennandi tækni sem bjóði upp á mikil tækifæri og atvinnumöguleika, meðal annars fyrir fatlaða. Hann segir slæmt ef setning nýrrar reglugerðar stýrist af óttaviðbragði. „Eins og með alla nýja tækni þá á fólk það til að hafa áhyggjur svona fyrst um sinn. En við höfum áhyggjur af því að það verði setta er einhverjar reglugerðir sem útiloka alls konar tækifæri sem yrðu okkur öllum til góðs," segir Brandur. Hægt sé að misnota drón eins og alla aðra tækni, en það eitt og sér sé ekki tilefni til að banna hana. Brandur nefnir sem dæmi að í Bandaríkjunum hafi verið sett fremur ströng löggjöf um drónanotkun almennra borgara, á meðan reglur séu mun opnari í Asíu. Nú séu Bandaríkjamenn aftur að slaka á löggjöfinni þegar renni upp fyrir þeim hve mikil tækifæri séu í notkun dróna. Flygildafélag Íslands var stofnað í sumar og telur nú þegar hátt í 400 meðlimi sem ýmist eiga drón eða eru áhugasamir um að eignast slík tæki. „Flygildi er breið flóra, þetta er ekki eitthvað eitt fyrirbæria sem er hægt að setja eina reglugerð um," segir Brandur. „Við myndum vilja sjá opnað fyrir þróunina á að nota þetta, til dæmis í björgunarstörf."
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira