Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. október 2015 20:14 Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. Í síðustu vikum greindum við frá því að sautján börn á grunnskólaaldri, sem hafa stöðu hælisleitenda, gengju ekki í skóla hér á landi. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði í fréttum okkar á miðvikudag að ástæða þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin væri mikið álag á stofnuninni, en að allt yrði gert til að finna skóla fyrir börnin. Albönsku systkinin Janie og Laura, sem eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit sem er níu ára, hafa verið á Íslandi síðan í júní. Þeirra fyrsti skóladagur var í dag, og við fengum að fara með föður þeirra að sækja þann yngsta að fyrsta degi loknum. Hann hafði raunar lítinn tíma til að ræða við fréttamann, enda mikið um að vera í fjórða bekk. „Fyrsti dagurinn minn var mjög góður og skemmtilegur. Ég byrjaði í íslensku, ensku og listum,“ segir Petrit glaður í bragði. Honum finnst skemmtilegast að læra stærðfræði, og segist hlakka mikið til komandi daga og vikna í skólanum, enda strax búinn að eignast marga vini. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ segir hann. „Þetta er frábær dagur. Ég er hamingjusamur og sonur minn líka. Nú þarf ég ekki að glíma við streituna sem hefur fylgt þessu öllu,“ segir Hasan Telati faðir Petrits. Hann segir að mikil gleði hafi verið á heimilinu í morgunsárið. „Þau komu öll inn klukkan 6.30 í morgun og vildu fara í skólann þó hann byrjaði ekki fyrr en klukkan átta,“ segir hann. Tengdar fréttir Landamæravörður Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“. 1. október 2015 09:30 Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. Í síðustu vikum greindum við frá því að sautján börn á grunnskólaaldri, sem hafa stöðu hælisleitenda, gengju ekki í skóla hér á landi. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði í fréttum okkar á miðvikudag að ástæða þess að ekki var sótt um skólavist fyrir börnin væri mikið álag á stofnuninni, en að allt yrði gert til að finna skóla fyrir börnin. Albönsku systkinin Janie og Laura, sem eru 13 og 15 ára og litli bróðir þeirra Petrit sem er níu ára, hafa verið á Íslandi síðan í júní. Þeirra fyrsti skóladagur var í dag, og við fengum að fara með föður þeirra að sækja þann yngsta að fyrsta degi loknum. Hann hafði raunar lítinn tíma til að ræða við fréttamann, enda mikið um að vera í fjórða bekk. „Fyrsti dagurinn minn var mjög góður og skemmtilegur. Ég byrjaði í íslensku, ensku og listum,“ segir Petrit glaður í bragði. Honum finnst skemmtilegast að læra stærðfræði, og segist hlakka mikið til komandi daga og vikna í skólanum, enda strax búinn að eignast marga vini. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ segir hann. „Þetta er frábær dagur. Ég er hamingjusamur og sonur minn líka. Nú þarf ég ekki að glíma við streituna sem hefur fylgt þessu öllu,“ segir Hasan Telati faðir Petrits. Hann segir að mikil gleði hafi verið á heimilinu í morgunsárið. „Þau komu öll inn klukkan 6.30 í morgun og vildu fara í skólann þó hann byrjaði ekki fyrr en klukkan átta,“ segir hann.
Tengdar fréttir Landamæravörður Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“. 1. október 2015 09:30 Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30 Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37 Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Landamæravörður Þrjú albönsk börn á Íslandi fá ekki skólavist. Þau eru hælisleitendur og samkvæmt Útlendingastofnun var "þjónustuúrræðið fullnýtt“. 1. október 2015 09:30
Forstjóri Útlendingastofnunar: "Þetta voru mistök hjá okkur“ Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn. 30. september 2015 19:30
Unnið að því að koma öllum börnunum í grunnskóla Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla. 30. september 2015 14:37
Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. 30. september 2015 12:12
Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00