Óþolinmóður Akureyringur í H&M slær í gegn í netheimum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2015 22:43 Hér sést Hreiðar bíða og bíða. mynd/reddit notandinn aidzgrenaidz Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015 Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Hreiðar Kristinn Hreiðarsson, tvítugur Akureyringur, fékk nokkrar mínútur af frægð í gær en þá birtist mynd af honum á vefsíðunum Reddit og Facebook-síðu Unilad. Yfirskrift myndarinnar er „Svona lítur það út þegar allt í heiminum er vonlaust“ en hún sýnir Hreiðar sitja fyrir utan mátunarklefa og bíða hálf aumkunarverðan eftir kærustunni sinni sem er að máta föt. Myndin er tekin í H&M verslun út í Manchester en þangað höfðu þau farið til að horfa á Manchester United taka á móti Sunderland.Hreiðar Kristinn og kærasta hans, Unnur Lára Halldórsdóttirmynd/hreiðar„Ég bjóst svo sem alveg smá við þessu. Það voru þarna einhverjir tíu strákar alls sem voru að bíða þannig að myndefnið var alveg til staðar,“ segir Hreiðar kíminn í samtali við Vísi. Á þeim tímapunkti sem myndin var tekinn hafi hann verið búinn að bíða í rúmt korter. „Ég held að hver einasti strákur í heiminum kannist við þetta að þurfa bíða í heila eilífð meðan kærastan mátar föt.“ Líkt og áður segir birtist myndin í gær inn á Reddit og rataði þaðan inn á Facebook-síðu Unilad. Átta milljón manns fylgja Unilad og þegar þessi orð eru rituð hafa ríflega 86.000 mann líkað við myndina og henni deilt 3.600 sinnum. Líklegt verður að telja að þetta sé vinsælasta myndin sem tekin hefur verið af Hreiðari, allavega hingað til. „Ég sá þetta í gær eftir að félagi minn taggaði mig þarna í kommenti. Ég sendi þetta áfram á kærustuna mína og síðan var þetta eiginlega komið út um allt,“ segir Hreiðar. Ummælin við myndina eru af ýmsum toga. Einn og einn líkir honum við gínu meðan aðrir grínast með hárið hans. „Vinir mínir hafa aðeins fíflast með að ég sé orðinn heimsfrægur,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvort að kærasta hans skuldi honum ekki eitthvað fyrir biðina og myndina svarar Hreiðar að hingað til hafi hann ekki einu sinni hugsað út í það. „Kannski maður reyni að nota þetta eitthvað smá, ég veit það ekki,“ segir hann að lokum.It really is!Posted by UNILAD on Sunday, 4 October 2015
Tengdar fréttir United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
United á toppinn eftir auðveldan sigur á Sunderland | Sjáðu mörkin Manchester United vann þægilegan sigur, 3-0, á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 13:30