Notalega nýuppgert í Norðurmýrinni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. september 2015 10:00 Eldhúsið er uppáhaldsstaður húsráðenda. Vísir/Vilhelm „Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Hús og heimili Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn.
Hús og heimili Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira