„Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 15:45 Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. Vísir/GVA Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut. Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut.
Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52