„Skil ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 15:45 Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag en Daníel Rafn Guðmundsson er ákærður fyrir að hafa ráðist á hann í Ystaseli vorið 2013. Vísir/GVA Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut. Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson bar vitni fyrir dómi í dag í máli ákæruvaldsins gegn Daníel Rafni Guðmundssyni en hann er ákærður fyrir að ráðast á Stefán Loga í Ystaseli þann 17. maí 2013. Fyrir dómi í dag lýsti Stefán Logi því að hann hafi komið í Ystasel ásamt Stefáni Blackburn og Sævari Hilmarssyni. Hann hafi viljað ræða við Daníel um atvik sem átti sér stað í partýi nokkrum dögum áður, en þar á kona Daníels að hafa verið misnotuð kynferðislega. Stefán Blackburn og Sævar fóru af vettvangi eftir að hafa keyrt Stefán Loga í Ystasel. Hann lýsti svo því sem gerðist:„Ég kom og bankaði þarna upp á og þeir stökkva svona 10, jafnvel 15 út. Danni kemur og ræðst að mér. Ég segi við hann að ég sé bara kominn til að spjalla við hann en hann reynir að kýla mig en ég ver það. [...] Hann nær að koma fimm höggum á mig en svo sé ég að hann er með hnúajárn á hendinni og ég segi við hann: „Hvað, ertu með hnúajárn á hendinni? Ertu eitthvað geðveikur?“ Hann svaraði því ekki og heldur bara áfram.“ Man ekki mikið meir eftir að Daníel lamdi hann með kylfu Stefán sagði að Jón stóri hafi svo komið hlaupandi með hafnaboltakylfu og reynt að slá hann með henni. Stefán hafi hins vegar náð kylfunni af honum og hent henni í burtu. Þá hafi Daníel tekið kylfuna og slegið Stefán í vinstri síðuna með þeim afleiðingum að hann rifbeinsbrotnaði. „Eftir þetta dett ég út og ég man eiginlega ekkert mikið meira,“ sagði Stefán. Hann vildi ekki meina að það hafi verið ástæða fyrir Daníel að óttast um líf sitt, en Daníel sagði fyrir dómi í dag hafa verið hræddur um að Stefán myndi drepa sig. Þá vildi hann ekki kannast við að hafa hótað Daníel líkamlegu ofbeldi en viðurkenndi að þeir ræddu saman í síma áður en Stefán kom í Ystasel. Segist ekki búinn að ná sér að fullu Saksóknari spurði Stefán um líkamlegt ástand hans á þessum tíma og sagðist hann hafa verið handleggsbrotinn á báðum höndum. Þá spurði saksóknari hvort hann hafi ekki slegið Daníel með hafnaboltakylfu í höfuðið eins og Daníel hafði greint frá. „Ég man ekki eftir því að hafa lamið Daníel með kylfunni í höfuðið. Hann lýgur því. Ég sló hann ekki með kylfunni. Ég skil reyndar ekki af hverju hann er ekki ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann ætlaði að reyna að drepa mig. Það voru tveir strákar sem drógu hann af mér en þá var hann að reyna að kyrkja mig á meðan ég lá rotaður í jörðinni,“ sagði Stefán. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Fyrir dómi í dag sagðist hann „engan veginn“ vera búinn að ná sér af áverkunum sem hann hlaut.
Tengdar fréttir Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Réttað yfir Daníel Rafni Guðmundssyni vegna árásar á Stefán Loga Sívarsson. 3. mars 2015 14:52