Líkfundur í Laxárdal: Maðurinn ekki á lista lögreglu yfir þá sem er saknað Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2015 12:20 Tilkynning um líkfundinn barst til lögreglunnar á Höfn í Hornafirði á þriðjudag. Vísir/Pjetur Búið er að útiloka þá tvo sem eru á lista lögreglu yfir einstaklinga sem er saknað hér á landi í tengslum við rannsóknina á líkfundinum í Laxárdal. Þessir tveir einstaklingar eru Matthías Þórarinsson og þýski ferðamaðurinn Christian Mathias Markus. Göngufólk gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líkinu í gær en samkvæmt heimildum Vísis skoðaði lögreglan lista yfir einstaklinga sem er saknað hér á landi og hefur verið útilokað að um þá tvo sé að ræða.Hvarf sporlaustMatthías Þórarinsson hvarf sporlaust skömmu fyrir jól árið 2010. Bíll hans fannst brunninn við Esjurætur í janúar árið 2011. Christian Mathias Markus sást síðast yfirgefa hótelið í Breiðavík í Vesturbyggð þann 18. september í fyrra. Hann var einn á ferð, ók bílaleigubifreið af gerðinni Suzuki Grand Vitara en sú bifreið fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg 23. september í fyrra.Unnið úr niðurstöðum réttarkrufningar Vísir ræddi við Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjón lögreglunnar á Suðurlandi, sem sagði kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna úr niðurstöðum réttarkrufningar sem framkvæmd var í gær. Ekki er búið að bera kennsl á lík unga mannsins og er ekki vitað hvernig andlát hans bar að. Líkið fannst sem fyrr segir við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki eru um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglan á Suðurlandi biðlar til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar um málið að hringja í síma 824-4250. Tengdar fréttir Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Kennslanefnd vinnur með upplýsingar sem fengust úr réttarkrufningu sem var framkvæmd í gær. 20. ágúst 2015 10:35 Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Búið er að útiloka þá tvo sem eru á lista lögreglu yfir einstaklinga sem er saknað hér á landi í tengslum við rannsóknina á líkfundinum í Laxárdal. Þessir tveir einstaklingar eru Matthías Þórarinsson og þýski ferðamaðurinn Christian Mathias Markus. Göngufólk gekk fram á lík ungs karlmanns við Sauðdrápsgil í Laxárdal í Nesjum á þriðjudag. Réttarkrufning fór fram á líkinu í gær en samkvæmt heimildum Vísis skoðaði lögreglan lista yfir einstaklinga sem er saknað hér á landi og hefur verið útilokað að um þá tvo sé að ræða.Hvarf sporlaustMatthías Þórarinsson hvarf sporlaust skömmu fyrir jól árið 2010. Bíll hans fannst brunninn við Esjurætur í janúar árið 2011. Christian Mathias Markus sást síðast yfirgefa hótelið í Breiðavík í Vesturbyggð þann 18. september í fyrra. Hann var einn á ferð, ók bílaleigubifreið af gerðinni Suzuki Grand Vitara en sú bifreið fannst mannlaus á bifreiðastæðinu við Látrabjarg 23. september í fyrra.Unnið úr niðurstöðum réttarkrufningar Vísir ræddi við Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjón lögreglunnar á Suðurlandi, sem sagði kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna úr niðurstöðum réttarkrufningar sem framkvæmd var í gær. Ekki er búið að bera kennsl á lík unga mannsins og er ekki vitað hvernig andlát hans bar að. Líkið fannst sem fyrr segir við Sauðdrápsgil sem er fyrir miðju Laxárdals við hlið Fálkagils. Ekki eru um alfaraleið að ræða en gönguslóði í Laxárdal liggur rétt við Sauðdrápsgil. Lögreglan á Suðurlandi biðlar til allra þeirra sem gætu veitt upplýsingar um málið að hringja í síma 824-4250.
Tengdar fréttir Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Kennslanefnd vinnur með upplýsingar sem fengust úr réttarkrufningu sem var framkvæmd í gær. 20. ágúst 2015 10:35 Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Göngufólk fann lík unga mannsins við Sauðdrápsgil í Laxárdal Kennslanefnd vinnur með upplýsingar sem fengust úr réttarkrufningu sem var framkvæmd í gær. 20. ágúst 2015 10:35
Líkfundur í Laxárdal í Nesjum Kennslanefnd hefur gefið út að líkið sé af ungum karlmanni. 19. ágúst 2015 14:12