Óskar þess að hafa son sinn hjá sér á jólunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2015 07:00 Hjálpræðisherinn bætti við aukaplássi fyrir manninn í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. „Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira
„Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Sjá meira