Óskar þess að hafa son sinn hjá sér á jólunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2015 07:00 Hjálpræðisherinn bætti við aukaplássi fyrir manninn í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. „Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
„Ég sakna hans svo mikið og ég hef gert lítið annað en að gráta. Ég hef alltaf haft son minn hjá mér á jólunum og ég er hrædd um hann,“ segir Gea Uyleman, móðir 27 ára greindarskerts hollensk manns sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn er grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi í 12 vikur samtals en var látinn laus í gær ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi sem einnig eru grunaðir um aðild að málinu. Ástæðan er sú að lögreglunni hefur ekki tekist að ljúka rannsókn málsins. Samkvæmt lögum er ekki heimilt að úrskurða menn til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en tólf vikur nema gefin hafi verið út ákæra. Ákæra var ekki gefin út enda málið enn til rannsóknar og mönnunum því sleppt.Skilur ekki aðstæðurLögreglan hefur útvegað manninum pláss á gistiheimili í Reykjavík og dagpeninga. Að öðru leyti þarf hann að sjá um sig sjálfur. Gea lýsir syni sínum þannig að hann skilji ekki aðstæður. Hún segir síðustu mánuði hafa einkennst af áhyggjum af honum. „Hann er greindarskertur og með andlega fötlun. Hann skilur ekki allar aðstæður og það er það sem veldur mér áhyggjum . Ég hef ekkert heyrt í honum síðustu daga en vonast til að heyra í honum í dag þegar hann kemst í síma.“Ómar Örn Bjarnþórsson Mynd/Baldur Kristjánssonmynd/baldur kristjánssonÍslendingar boðið fram aðstoð sínaÓmar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins, kveðst vita að hann hefði haft það betra á Kvíabryggju þar sem hann dvaldi. Hann hafi alla tíð búið hjá móður sinni og hafi mjög takmarkaða enskukunnáttu. Hann fái símann sinn líklega aftur á morgun og geti þá haft samband við móður sína. Ómar segir að fjölmargir Íslendingar hafi sett sig í samband við hann eftir að fregnir bárust af málinu og boðið fram aðstoð sína. Til að mynda hafi Hjálpræðisherinn bætt við aukaplássi fyrir hann í mat á aðfangadagskvöld þrátt fyrir að búið væri að loka fyrir skráningu. Þá hafi lögreglan verið búin að fá fyrir hann herbergi á gistiheimili og afhenda honum dagpeninga. „Til dæmis bauð fjölskylda vinar frá Kvíabryggju honum í mat á jóladag,“ segir Ómar og á við Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. „Ég held auðvitað að hann sé fórnarlamb í þessu máli og hann er saklaus maður. Auðvitað er þetta bara ákveðin tegund af mansali sem íslenska ríkið á ekki að taka þátt í,“ segir Þórdís og bætir við að fjölskylduna langi að gera honum lífið léttara yfir hátíðirnar.Móðirin þakklátGea, móðir mannsins, vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni hennar lið. „Ég vildi að ég gæti komist til Íslands og verið með honum en ég á enga peninga til þess. Ég verð að trúa því að hann bjargi sér í þennan tíma,“ segir Gea.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira