Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. apríl 2015 11:18 Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. VÍSIR/AUÐUNN NÍELSSON Snorri Óskarsson sem jafnan er kenndur við söfnuðinn Betel vann mál sem Akureyri hafði höfðað gegn honum í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir helgi. Hann íhugar nú hvort hann snúi aftur til kennslu í Brekkuskóla , þaðan sem honum var sagt upp árið 2012. Uppsögn hans frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg, líkt og innanríkisráðuneytið hafði áður komist að niðurstöðu um. Óöruggur gagnvart skólastjóranum Ætlar Snorri þá að snúa aftur til starfa hjá bænum? „Það getur vel verið. Af hverju á maður að útiloka það. Þarna var gott fólk sem ég vann með og þetta er stofnun sem mér þykir vænt um,“ segir hann. „Mér þykir hins vegar ekki heillandi að þurfa að vera undir skólastjóra sem hefur ekki sýnt betri dómgreind en þetta. Það er nú það sem kannski stoppar mann helst.“ Snorri segist óviss um hvar hann stendur gagnvart stjórnendum ákveði hann að snú aftur til starfa hjá Brekkuskóla . „Stend ég höllum fæti, verður aftur ráðist á mig, eða hvað gerist? Get ég treyst því að yfirvöld verji mig?“ segir hann. Málið byggt á fordómum „Ég er sýknaður af öllum kröfum Akureyrarbæjar,“ segir Snorri um niðurstöðu dómsins. Hann segist vinna nú að málshöfðun á hendur bænum til að sækja sér skaðabætur en Snorri hefur verið launalaus frá því 1. janúar árið 2013. „Ég er bara afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu enda þykir mér hún eðlileg miðað við framgöngu þessa fólks í réttarsal,“ segir hann. Snorri segist trúa því að málið grundvallist á fordómum stjórnenda í sinn garð. „Ég held að þetta hafi verið fyrst og fremst vegna fordóma þeirra í minn garð sem þetta fór svona. Þú mátt vera sammála samkynhneigð en ef þú finnur eitthvað að henni þá er eitthvað að þér. Það er náttúrulega ómöguleg afstaða,“ segir hann. Snorri bendir á að það séu sameiginlegir hagsmunir kennara að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra. „Mér þykir það undarlegt að Kennarasamband Íslands hafi ekki viljað verja mig, þó að þetta sé mitt stéttarfélag,“ segir hann. Sér ekki eftir neinu Nú þegar málinu er lokið, sér Snorri eftir því að hafa tjáð skoðanir sínar um samkynhneigð? „Ég sé ekkert eftir því. Ég er enn sömu skoðunar,“ segir hann og bætir við: „Þetta er synd en það er ekki þar með sagt að við séum að ráðast á fólki.“ Snorri segir að samkynhneigð sé eins og hver önnur synd sem menn biðja fyrir í kirkju. „Þú veist hvað er sagt þegar þú kemur í kirkju, þá erum við látin biðja fyrir því að hafa syndgað margvíslega í hugsunum og orðum. Það hrekkur enginn í kút við það en það hrökkva allir í kút þegar það er sagt að samkynhneigð sé synd. Það er bara alveg eins og hórdómur og aðrir lestir.“ Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Snorri Óskarsson sem jafnan er kenndur við söfnuðinn Betel vann mál sem Akureyri hafði höfðað gegn honum í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir helgi. Hann íhugar nú hvort hann snúi aftur til kennslu í Brekkuskóla , þaðan sem honum var sagt upp árið 2012. Uppsögn hans frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg, líkt og innanríkisráðuneytið hafði áður komist að niðurstöðu um. Óöruggur gagnvart skólastjóranum Ætlar Snorri þá að snúa aftur til starfa hjá bænum? „Það getur vel verið. Af hverju á maður að útiloka það. Þarna var gott fólk sem ég vann með og þetta er stofnun sem mér þykir vænt um,“ segir hann. „Mér þykir hins vegar ekki heillandi að þurfa að vera undir skólastjóra sem hefur ekki sýnt betri dómgreind en þetta. Það er nú það sem kannski stoppar mann helst.“ Snorri segist óviss um hvar hann stendur gagnvart stjórnendum ákveði hann að snú aftur til starfa hjá Brekkuskóla . „Stend ég höllum fæti, verður aftur ráðist á mig, eða hvað gerist? Get ég treyst því að yfirvöld verji mig?“ segir hann. Málið byggt á fordómum „Ég er sýknaður af öllum kröfum Akureyrarbæjar,“ segir Snorri um niðurstöðu dómsins. Hann segist vinna nú að málshöfðun á hendur bænum til að sækja sér skaðabætur en Snorri hefur verið launalaus frá því 1. janúar árið 2013. „Ég er bara afskaplega ánægður með þessa niðurstöðu enda þykir mér hún eðlileg miðað við framgöngu þessa fólks í réttarsal,“ segir hann. Snorri segist trúa því að málið grundvallist á fordómum stjórnenda í sinn garð. „Ég held að þetta hafi verið fyrst og fremst vegna fordóma þeirra í minn garð sem þetta fór svona. Þú mátt vera sammála samkynhneigð en ef þú finnur eitthvað að henni þá er eitthvað að þér. Það er náttúrulega ómöguleg afstaða,“ segir hann. Snorri bendir á að það séu sameiginlegir hagsmunir kennara að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra. „Mér þykir það undarlegt að Kennarasamband Íslands hafi ekki viljað verja mig, þó að þetta sé mitt stéttarfélag,“ segir hann. Sér ekki eftir neinu Nú þegar málinu er lokið, sér Snorri eftir því að hafa tjáð skoðanir sínar um samkynhneigð? „Ég sé ekkert eftir því. Ég er enn sömu skoðunar,“ segir hann og bætir við: „Þetta er synd en það er ekki þar með sagt að við séum að ráðast á fólki.“ Snorri segir að samkynhneigð sé eins og hver önnur synd sem menn biðja fyrir í kirkju. „Þú veist hvað er sagt þegar þú kemur í kirkju, þá erum við látin biðja fyrir því að hafa syndgað margvíslega í hugsunum og orðum. Það hrekkur enginn í kút við það en það hrökkva allir í kút þegar það er sagt að samkynhneigð sé synd. Það er bara alveg eins og hórdómur og aðrir lestir.“
Tengdar fréttir Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22 "Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17 Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56 Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Akureyringar vilja mál Snorra í Betel fyrir dómsstóla Bæjarstjórn Akureyrar unir illa úrskurði innanráðuneytisins um að uppsögn Snorra Óskarssonar hafi verið ólögmæt. 8. maí 2014 14:22
"Þetta eru fordómar gegn mínum trúarlegu viðhorfum“ Innanríkisráðuneytið úrskurðaði í dag að uppsögn Snorra í Betel úr Brekkuskóla hefði verið ólögmæt. 9. apríl 2014 16:17
Snorri segist sæta ofsóknum af hálfu Akureyrarbæjar Kennarasambandið er með mál Snorra Óskarssonar á sínu borði. Dómsmál blasir við ef ekki takast samningar. 11. apríl 2014 10:56
Höfundum Biblíunnar láðist að taka tillit til mannauðsstefnu Akureyrar Akureyrarbær hefur stefnt Snorra í Betel og vill ógilda úrskurð innanríkisráðuneytisins. Bæjaryfirvöld telja sig hafa mátt reka Snorra úr starfi sínu sem kennari, vegna skrifa hans á bloggsíðu um kristna trú. 26. nóvember 2014 17:15