Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2015 19:00 Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira