Ný stikla: Hjartaknúsari leikur uppljóstrara Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 10:06 Joseph Gordon-Levitt er hér í gervi hermannsins Snowden. Fáir menn hafa vakið meiri athygli á undanförnum árum en uppljóstrarinn Edward Snowden sem varpaði ljósi á starfsemi og hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden. Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar. Hér má einnig sjá þegar John Oliver lagði leið sína til Rússlands, þar sem Snowden er með hæli, og tók viðtal við uppljóstrarann fyrr á þessu ári. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Fáir menn hafa vakið meiri athygli á undanförnum árum en uppljóstrarinn Edward Snowden sem varpaði ljósi á starfsemi og hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden. Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar. Hér má einnig sjá þegar John Oliver lagði leið sína til Rússlands, þar sem Snowden er með hæli, og tók viðtal við uppljóstrarann fyrr á þessu ári.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira