Héraðsdómur Reykjavíkur metur verðtryggðan lánasamning sanngjarnan Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2015 15:42 Einar Páll Tamimi (t.v.) ásamt Gunnari V. Engilbertssyni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag eftir að úrskurður var kveðinn upp. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sýslumanns Reykjavíkur í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka þar sem deilt er um lögmæti verðtryggingar. Málið snerist um fjögurra milljóna króna verðtryggt fasteignaveðlán sem Gunnar tók arið 2007 og var deilt um lögmæti verðtryggingarinnar. Sýslumaður gerði fjárnám í heimili Gunnars vegna lánsins en Gunnar hafði krafist þess að fjárnámið yrði afturkallað vegna þess að hann telur verðtrygginguna ólögmæta.EFTA-dómstóllinn veitti álit Leitað var til EFTA-dómstólsins um ráðgefandi álit í málinu og var álit dómsins birt í lok ágúst. Þar kom fram að að tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. EFTA dómstóllinn sagði það vera íslenskra dómstóla að taka afstöðu til þess hvort lánasamningurinn sé sanngjarn. Héraðsdómur taldi ekki að vanræksla Íslandsbanka, á því að veita sóknaraðila fullnægjandi greiðsluáætlun þegar hann tók lánið, hefði haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni Gunnars að tilefni væri til að ógilda verðbótaákvæði lánssamningsins. Var kröfu sóknaraðila af þeim sökum hafnað og ákvörðun sýslumannsins í Reykjavíku um fjárnám í húsnæði Gunnars staðfest. Málskostnaður var látinn falla niður.Úrskurðinum áfrýjað„Það eru auðvitað vonbrigði að vinna ekki málið. Það er auðvitað það sem stefnt var að. Við eigum eftir að lesa úrskurðinn og forsendurnar og það liggur fyrir að þessi niðurstaða verður kærð til Hæstaréttar,“ segir Einar Páll Tamimi, verjandi Gunnars, eftir að niðurstað Héraðsdóms Reykjavíkur var ljós. Hann segir að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar, það ferli taki um tvær vikur og þá fái mótaðilinn frest til að svara. Hæstiréttur tekur síðan ákvörðun um hvort málið verði flutt munnlega eða ekki og á Einar Páll frekar von á munnlegum málflutningi í Hæstarétti. Því á hann von á því að ekki verði langt í niðurstöðu Hæstaréttar.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Uppfært klukkan 16.29 Tengdar fréttir „Allir ættu að vera meðvitaðir um hvað verðtrygging felur í sér“ Tekist á um verðtryggingu fasteignaveðlána. 5. janúar 2015 14:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sýslumanns Reykjavíkur í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka þar sem deilt er um lögmæti verðtryggingar. Málið snerist um fjögurra milljóna króna verðtryggt fasteignaveðlán sem Gunnar tók arið 2007 og var deilt um lögmæti verðtryggingarinnar. Sýslumaður gerði fjárnám í heimili Gunnars vegna lánsins en Gunnar hafði krafist þess að fjárnámið yrði afturkallað vegna þess að hann telur verðtrygginguna ólögmæta.EFTA-dómstóllinn veitti álit Leitað var til EFTA-dómstólsins um ráðgefandi álit í málinu og var álit dómsins birt í lok ágúst. Þar kom fram að að tilskipun Evrópusambandsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. EFTA dómstóllinn sagði það vera íslenskra dómstóla að taka afstöðu til þess hvort lánasamningurinn sé sanngjarn. Héraðsdómur taldi ekki að vanræksla Íslandsbanka, á því að veita sóknaraðila fullnægjandi greiðsluáætlun þegar hann tók lánið, hefði haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni Gunnars að tilefni væri til að ógilda verðbótaákvæði lánssamningsins. Var kröfu sóknaraðila af þeim sökum hafnað og ákvörðun sýslumannsins í Reykjavíku um fjárnám í húsnæði Gunnars staðfest. Málskostnaður var látinn falla niður.Úrskurðinum áfrýjað„Það eru auðvitað vonbrigði að vinna ekki málið. Það er auðvitað það sem stefnt var að. Við eigum eftir að lesa úrskurðinn og forsendurnar og það liggur fyrir að þessi niðurstaða verður kærð til Hæstaréttar,“ segir Einar Páll Tamimi, verjandi Gunnars, eftir að niðurstað Héraðsdóms Reykjavíkur var ljós. Hann segir að úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar, það ferli taki um tvær vikur og þá fái mótaðilinn frest til að svara. Hæstiréttur tekur síðan ákvörðun um hvort málið verði flutt munnlega eða ekki og á Einar Páll frekar von á munnlegum málflutningi í Hæstarétti. Því á hann von á því að ekki verði langt í niðurstöðu Hæstaréttar.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Uppfært klukkan 16.29
Tengdar fréttir „Allir ættu að vera meðvitaðir um hvað verðtrygging felur í sér“ Tekist á um verðtryggingu fasteignaveðlána. 5. janúar 2015 14:25 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
„Allir ættu að vera meðvitaðir um hvað verðtrygging felur í sér“ Tekist á um verðtryggingu fasteignaveðlána. 5. janúar 2015 14:25