Einar Ágúst ætlar aftur í pilsið fræga Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 18:30 Einar Ágúst Víðisson ætlar að vera í pilsinu fræga í undankeppni Eurovision. Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson hefur tekið þá ákvörðun að klæðast Eurovision-pilsinu fræga, í undankeppni Eurovision annað kvöld. Á Facebook-síðu sinni auglýsti hann eftir aðila sem gæti komið pilsinu frá Selfossi til Reykjavíkur:„Er einhver sem ég þekki á leiðinni í bæinn í kvöld frá Selfossi sem getur kippt Júrópilsinu með sér af 800 bar?!" Einar Ágúst klæddist pilsinu eins og frægt er orðið í Eurovision árið 2000, þegar hann flutti lagið Tell Me ásamt Telmu Ágústsdóttur. „Ég fann líka skóna og þau föt sem ég var í árið 2000 og ég passa ennþá í þetta, þó það séu liðin fimmtán ár. Kallinn er í hörkuformi,“ bætir Einar Ágúst við. Einar Ágúst lítur glæsilega út í pilsinu.Mynd/Skjáskot Pilsið fræga er búið að vera innrammað uppi á vegg á 800 Bar á Selfossi í nokkur ár. „Eins og er, þá er hópur manna að losa pilsið úr rammanum. Ég geri ráð fyrir því að ég fái pilsið í hendurnar í kvöld og hlakka mikið til.“ Hann stígur á svið annað kvöld í Háskólabíói með hljómsveitinni CADEM en í henni eru þau Daníel Óliver, Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson. Þau flytja lagið Fyrir alla en Einar Ágúst samdi texta lagsins ásamt Daníel Óliver. „Við Danni sömdum þetta í sameiningu yfir rómantískum kvöldverði. Það er frábært að vera textahöfundur og fá að syngja bakraddir.“ Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Einar Ágúst syngur bakraddir í Eurovision.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira