Kvótaflóttamenn frekar fjölskyldufólk Snærós Sindradóttir skrifar 24. október 2015 11:58 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Vísir/Snærós Ólöf Nordal innanríkisráðherra fékk fjölmargar fyrirspurnir frá almennum flokksfélögum í Sjálfstæðisflokknum í fyrirspurnartíma á landsfundi nú fyrir stuttu. Hún var meðal annars spurð um samsetningu þess hóps flóttafólks sem væntanlegur er til landsins. Fyrirspurnin sneri að því að Íslendingar væru kristin þjóð og kristnir væru „brytjaðir niður“ í mörgum þeim löndum sem flóttafólk kæmi frá. Sá sem beindi orðum sínum til Ólafar lagði áherslu á að hingað kæmi fjölskyldufólk. Þessu svaraði Ólöf: „Við erum að taka á móti þessum fyrsta hluta kvótaflóttamanna innan tíðar. Það er hópur af flóttamönnum frá Sýrlandi.Það fólk mun koma frá flóttamannabúðum væntanlega í Líbanon.“ Varðandi samsetningu hópsins á ég nú frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk. Við getum að vissu leyti haft áhrif á það hverjir koma, upp að vissu mark,i en meginstefið hlýtur að vera það að við erum að hjálpa fólki sem er í mikilli neyð. Ég er viss um það að þetta fólk vill vera heima hjá sér, það vill enginn vera á vergangi. Við gerum það sem við getum til að hjálpa. Ég á frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk sem kemur.“ Þá var hún spurð um álit sitt á afglæpavæðingu á fíkniefnum og svaraði því á þá leið að það þyrfti að svara því hvaða hópur væri í neyslu. Hvort um væri að ræða heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi. Hún vill fá svör við því hvort refsistefna sé að ná markmiðum sínum. Ólöf þakkaði Ungum sjálfstæðismönnum fyrir að setja málið á dagskrá og tók fram að hún vildi gjarnan ná í gegn frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um áfengissölu í almennum verslunum. Aðrar spurningar sneru meðal annars að lögheimilislögum barna og þeirri skekkju sem ríkir á milli lögheimilisforeldris og umgengisforeldris. Ólöf sagði breytingar fyrirhugaðar á lögheimilislögunum með því markmiði að jafna stöðu foreldra að þessu leyti. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra fékk fjölmargar fyrirspurnir frá almennum flokksfélögum í Sjálfstæðisflokknum í fyrirspurnartíma á landsfundi nú fyrir stuttu. Hún var meðal annars spurð um samsetningu þess hóps flóttafólks sem væntanlegur er til landsins. Fyrirspurnin sneri að því að Íslendingar væru kristin þjóð og kristnir væru „brytjaðir niður“ í mörgum þeim löndum sem flóttafólk kæmi frá. Sá sem beindi orðum sínum til Ólafar lagði áherslu á að hingað kæmi fjölskyldufólk. Þessu svaraði Ólöf: „Við erum að taka á móti þessum fyrsta hluta kvótaflóttamanna innan tíðar. Það er hópur af flóttamönnum frá Sýrlandi.Það fólk mun koma frá flóttamannabúðum væntanlega í Líbanon.“ Varðandi samsetningu hópsins á ég nú frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk. Við getum að vissu leyti haft áhrif á það hverjir koma, upp að vissu mark,i en meginstefið hlýtur að vera það að við erum að hjálpa fólki sem er í mikilli neyð. Ég er viss um það að þetta fólk vill vera heima hjá sér, það vill enginn vera á vergangi. Við gerum það sem við getum til að hjálpa. Ég á frekar von á því að þetta verði fjölskyldufólk sem kemur.“ Þá var hún spurð um álit sitt á afglæpavæðingu á fíkniefnum og svaraði því á þá leið að það þyrfti að svara því hvaða hópur væri í neyslu. Hvort um væri að ræða heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi. Hún vill fá svör við því hvort refsistefna sé að ná markmiðum sínum. Ólöf þakkaði Ungum sjálfstæðismönnum fyrir að setja málið á dagskrá og tók fram að hún vildi gjarnan ná í gegn frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um áfengissölu í almennum verslunum. Aðrar spurningar sneru meðal annars að lögheimilislögum barna og þeirri skekkju sem ríkir á milli lögheimilisforeldris og umgengisforeldris. Ólöf sagði breytingar fyrirhugaðar á lögheimilislögunum með því markmiði að jafna stöðu foreldra að þessu leyti.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira