Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 19:14 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38