Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 19:14 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38