Innlent

Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór

Snærós Sindradóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi og fyrrverandi formaður Heimdallar, bauð sig óvænt fram sem ritari Sjálfstæðisflokksins um fjögur leytið í dag. 

Áslaugu var tíðrætt um stöðu ungs fólks innan flokksins í framboðsræðu sinni og sagði Sjálfstæðisflokkinn nú hafa tækifæri til að sýna það í verki að flokkurinn vildi framgang ungs fólks. 

Hún sagði að flokknum stýrði fólk á ofanverðum fimmtugsaldri og átti þá við formann flokksins, Bjarna Benediktsson, varaformann flokksins og Guðlaug Þór Þórðarson, núverandi ritara flokksins.

Ræðu Áslaugar var tekið með dynjandi lófataki. Allur salurinn reis upp úr sætum sínum í lok ræðunnar. 

Guðlaugur Þór Þórðarson talaði um samstöðu í sinni ræðu. Þá sagði hann hið opinbera hafa lagt óheyrilegt fjármagn í húsnæðismál en þrátt fyrir það hefði ungt fólk ekki tækifæri til að eignast húsnæði. 

Sérstaða Guðlaugs var í umræðu um málefni eldra fólks. Þannig leitaðist hann við að höfða til eldri Sjálfstæðismanna í baráttunni sem framundan er gegn Áslaugu Örnu. 

Ræðu Guðlaugs Þórs var líka tekið vel, með dynjandi lófataki og fólk reis úr sætum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×