Erfiðleikar íslenskra kvenna við brjóstagjöf: Endurteknar sýkingar og innfallnar geirvörtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2015 13:31 Fjölmargar konur höfðu samband við Sunnu eftir að hún auglýsti eftir reynslusögum af erfiðleikum við brjóstagjöf. vísir/getty Konur sem hafa átt erfitt með brjóstagjöf burðast oft með mjög sára reynslu og tilfinningar vegna þess og þær minnast tímans eftir fæðingu og fyrstu mánuði barnsins með sorg í hjarta þar sem ekkert rými var til að njóta með barninu. Krafan um að láta brjóstagjöfina ganga hafi orðið yfirþyrmandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Sunna Símonardóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að. Doktorsverkefni hennar fjallar um upplifun kvenna af móðurhlutverkinu og ráðandi samfélagslegar hugmyndir um það hlutverk en rannsóknin er eigindleg. „Ég byrjaði á rannsókninni 2012. Ég tók viðtöl við 22 konur, annars vegar á meðan þær voru óléttar og hins vegar eftir að barnið kom í heiminn. Brjóstagjöfin var mikið rædd hjá þeim og margt áhugavert sem kom fram og út frá því kviknaði hugmynd um að bæta einum anga við rannsóknina þar sem ég myndi skoða brjóstagjöf sem gengur illa sérstaklega,“ segir Sunna í samtali við Vísi.Eins og belja sem er bundin á bás Sunna auglýsti eftir konum sem væru tilbúnar til að segja henni sögu sína í síðustu viku og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á aðeins tveimur sólarhringum höfðu um 60 konur sett sig í samband við hana og sagt henni frá erfiðleikum sínum við brjóstagjöf. „Þetta er reynsla sem lýsir algjörum vanmætti, endurteknum sýkingum, innföllnum geirvörtum og geirvörtum sem duttu hreinlega af. Algeng mynd sem þær margar draga upp af sér er bara belja bundin á bás. Ef þær bregðast í brjóstagjöfinni þá upplifa þær margar að þær séu ekki nógu góðar mæður og að þær séu gölluð eintök.“Sunna SímonardóttirSterk hugmynd um að allar konur geti gefið brjóst Sunna segir að á Norðurlöndunum sé mun meiri krafa gerð til kvenna en víðast hvar annars staðar um að vera með börn á brjósti og helst lengi, jafnvel allt upp í tvö ár. En hvers vegna ætli þessi krafa sé gerð til nýbakaðra mæðra, þrátt fyrir að brjóstagjöfin gangi illa? „Það er ekki til neitt einfalt svar við því en ég held að það sé rosalega sterk hugmynd, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins, um að allar konur geti undir öllum kringumstæðum brjóstfætt börnin sín eins lengi og þær vilja. Þar af leiðandi vilja þær og eru þær líka hvattar til að þess að gefast ekki upp heldur reyna meira og reyna meira,“ segir Sunna. Konurnar lýsa þó margar hverjar mjög góðri þjónustu og stuðningi innan heilbrigðiskerfisins. Margar hefðu þó viljað að einhver hefði stoppað þær af og einfaldlega sagt: „Þetta er nóg, þú ert búin að gera nóg og það að barnið fái þurrmjólk er ekki heimsendir.“Neikvæð umræða um þurrmjólk hefur slæm áhrif „Þetta tengist að mörgu leyti þessari hugmynd um að þurrmjólk sé vondur kostur en í raun er það besta fæða í heimi fyrir ungabörn fyrir utan brjóstamjólk. Það skiptir hins vegar máli hvernig við tölum um hlutina því orðin hafa svo mikið vald. Þessi einstrengingslega áhersla á að þurrmjólk sé vondur kostur og það megi ekki fjalla um hana nema með neikvæðum formerkjum veldur held ég rosalega miklum kvíða og vanlíðan hjá konum sem nota þurrmjólk til að fæða börnin sín,“ segir Sunna. Hún vonast til að rannsókn sín leiði til þess að meira jafnvægi komist á í umræðunni um brjóstagjöf og þurrmjólk en einnig að heilbrigðisstarfsmenn sem vinna við mæðravernd og brjóstagjöf hlusti á sögur kvennanna með opnum hug með það að markmiði að bæta þjónustuna. Hægt er að senda Sunnu reynslusögur af brjóstagjöf sem gekk illa á netfangið erfidbrjostagjof@gmail.com. „Svo getum við öll lagt eitthvað á vogarskálarnar við það að hjálpa þessum konum að skila skömminni. Ég veit að það er rosaleg klisja en engu að síður hluti af þeirra erfiðleikum. Það hjálpar að tala opinskátt um brjóstagjöf og þá staðreynd að hún er ekki alltaf náttúruleg, auðveld eða sjálfsögð.“ Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Konur sem hafa átt erfitt með brjóstagjöf burðast oft með mjög sára reynslu og tilfinningar vegna þess og þær minnast tímans eftir fæðingu og fyrstu mánuði barnsins með sorg í hjarta þar sem ekkert rými var til að njóta með barninu. Krafan um að láta brjóstagjöfina ganga hafi orðið yfirþyrmandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Sunna Símonardóttir, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur nú að. Doktorsverkefni hennar fjallar um upplifun kvenna af móðurhlutverkinu og ráðandi samfélagslegar hugmyndir um það hlutverk en rannsóknin er eigindleg. „Ég byrjaði á rannsókninni 2012. Ég tók viðtöl við 22 konur, annars vegar á meðan þær voru óléttar og hins vegar eftir að barnið kom í heiminn. Brjóstagjöfin var mikið rædd hjá þeim og margt áhugavert sem kom fram og út frá því kviknaði hugmynd um að bæta einum anga við rannsóknina þar sem ég myndi skoða brjóstagjöf sem gengur illa sérstaklega,“ segir Sunna í samtali við Vísi.Eins og belja sem er bundin á bás Sunna auglýsti eftir konum sem væru tilbúnar til að segja henni sögu sína í síðustu viku og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Á aðeins tveimur sólarhringum höfðu um 60 konur sett sig í samband við hana og sagt henni frá erfiðleikum sínum við brjóstagjöf. „Þetta er reynsla sem lýsir algjörum vanmætti, endurteknum sýkingum, innföllnum geirvörtum og geirvörtum sem duttu hreinlega af. Algeng mynd sem þær margar draga upp af sér er bara belja bundin á bás. Ef þær bregðast í brjóstagjöfinni þá upplifa þær margar að þær séu ekki nógu góðar mæður og að þær séu gölluð eintök.“Sunna SímonardóttirSterk hugmynd um að allar konur geti gefið brjóst Sunna segir að á Norðurlöndunum sé mun meiri krafa gerð til kvenna en víðast hvar annars staðar um að vera með börn á brjósti og helst lengi, jafnvel allt upp í tvö ár. En hvers vegna ætli þessi krafa sé gerð til nýbakaðra mæðra, þrátt fyrir að brjóstagjöfin gangi illa? „Það er ekki til neitt einfalt svar við því en ég held að það sé rosalega sterk hugmynd, bæði innan heilbrigðiskerfisins og samfélagsins, um að allar konur geti undir öllum kringumstæðum brjóstfætt börnin sín eins lengi og þær vilja. Þar af leiðandi vilja þær og eru þær líka hvattar til að þess að gefast ekki upp heldur reyna meira og reyna meira,“ segir Sunna. Konurnar lýsa þó margar hverjar mjög góðri þjónustu og stuðningi innan heilbrigðiskerfisins. Margar hefðu þó viljað að einhver hefði stoppað þær af og einfaldlega sagt: „Þetta er nóg, þú ert búin að gera nóg og það að barnið fái þurrmjólk er ekki heimsendir.“Neikvæð umræða um þurrmjólk hefur slæm áhrif „Þetta tengist að mörgu leyti þessari hugmynd um að þurrmjólk sé vondur kostur en í raun er það besta fæða í heimi fyrir ungabörn fyrir utan brjóstamjólk. Það skiptir hins vegar máli hvernig við tölum um hlutina því orðin hafa svo mikið vald. Þessi einstrengingslega áhersla á að þurrmjólk sé vondur kostur og það megi ekki fjalla um hana nema með neikvæðum formerkjum veldur held ég rosalega miklum kvíða og vanlíðan hjá konum sem nota þurrmjólk til að fæða börnin sín,“ segir Sunna. Hún vonast til að rannsókn sín leiði til þess að meira jafnvægi komist á í umræðunni um brjóstagjöf og þurrmjólk en einnig að heilbrigðisstarfsmenn sem vinna við mæðravernd og brjóstagjöf hlusti á sögur kvennanna með opnum hug með það að markmiði að bæta þjónustuna. Hægt er að senda Sunnu reynslusögur af brjóstagjöf sem gekk illa á netfangið erfidbrjostagjof@gmail.com. „Svo getum við öll lagt eitthvað á vogarskálarnar við það að hjálpa þessum konum að skila skömminni. Ég veit að það er rosaleg klisja en engu að síður hluti af þeirra erfiðleikum. Það hjálpar að tala opinskátt um brjóstagjöf og þá staðreynd að hún er ekki alltaf náttúruleg, auðveld eða sjálfsögð.“
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira