Segir lausnina að tryggja ungu fólki ódýrar lóðir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 13:49 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stefnu meirihlutans í borginni varðandi húsnæðisvanda ungs fólks vera komna í óefni. Lausnin sé að tryggja framboð á ódýrari lóðum. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sagði í fréttum Stöðvar 2 á föstudag að mikil hætta væri á því að þjóðin missti ungu kynslóðina úr landi á meðan leigumarkaðurinn væri eins og villta vestrið og húsnæðisverð í engu samhengi við laun. Algjör viðskilnaður hefði átt sér stað á tveimur áratugum milli fasteignaverðs og launa. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tekur undir þessar áhyggjur. Lausnin sé hins vegar ekki sú að búa til nýtt félagslegt húsnæðiskerfi og gera sem flest ungt fólk að leiguliðum. „Heldur er lausnin miklu frekar sú að taka upp aftur þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi á sínum tíma við lóðaúthlutanir í borginni og tryggja framboð á ódýrum lóðum. Ef þú tryggir framboð á ódýrum lóðum þá munu verktakar og einstaklingar laga sig að því; geta fengið ódýrar lóðir og byggt þá ódýr húsnæði,“ segir Kjartan. Þessi lausn myndi ekki fela í sér tekjutap fyrir borgina. „Ég held að ef að borgin hefði síðustu tíu-fimmtán árin markvisst boðið ódýrar lóðir þá hefði borgin jafnvel fengið meiri tekjur en hún hefur haft af sölu lóða vegna þess að þá hefði hún haft mun fleiri og sterkari útsvarsbeiðendur en hún hefur núna.“ Hann segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vera einn af höfundum þeirrar stefnu í húsnæðismálum að selja lóðir háu verði. Nú þegar allt sé komið í óefni vilji meirihlutinn hins vegar ekki viðurkenna mistökin og því sé ekki hlustað á gagnrýnisraddir minnihlutans. „En því miður þá hefur meirihlutinn skellt skollaeyrum við ábendingum okkar að þessu leiti og unga fólkið líður fyrir það,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira