Grænlendingar rífa blokkirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2015 19:10 Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt dæmi um þetta frá bænum Qaqortoq og rætt við Eddu Lybert, ferðamálafulltrúa á Suður-Grænlandi. Bærinn Qaqortoq liggur álíka sunnarlega og Osló og er sá stærsti á Suður-Grænlandi, með um 3.200 íbúa. Þarna er ágæt höfn og þaðan stundaðar fiskveiðar en aðallega er Qaqortoq þó þjónustu- og skólabær, með menntaskóla, verslunarskóla og lýðháskóla. En nú er að verða athyglisverð breyting á bæjarmyndinni. Það er byrjað að rífa niður blokkirnar, sem verið hafa helsta einkennistákn stærstu bæja Grænlands.Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar.vísir/friðrik þór halldórssonEdda Björnsdóttir Lybert tengdist fyrst Grænlandi fyrir þrjátíu árum og starfar nú sem ferðamálafulltrúi í Qaqortoq. Hún segir okkur að fyrstu blokkirnar hafi verið reistar á árunum upp úr 1960. Stefnan hafi verið sú að breyta grænlenska samfélaginu úr veiðimannasamfélagi í nútímaþjóðfélag. Fyrir Grænlendinga hafi það verið skuggalegur tími. Margir Grænlendingar líta á blokkirnar sem tákn niðurlægingar. Fólkið var flutt úr litlum þorpum og komið fyrir í blokkunum. Þar gátu grænlensku veiðimennirnir ekki lengur þurrkað sel. Þeim var kippt út úr sinni vetrar- og veiðitilveru, segir Edda.„Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður," segir Edda.vísir/friðrik þór halldórssonEn nú hafa Grænlendingar tekið málin í eigin hendur. Fyrir þremur árum var byrjað rífa stærstu blokkina í höfuðstaðnum Nuuk, í samstarfi landsstjórnarnnar og bæjaryfirvalda, og nú er verið að rífa tvær elstu blokkirnar í Qaqortoq. Í staðinn rísa raðhús og minni fjölbýlishús, meðal annars á vegum búsetusamvinnufélaga, segir Edda. Í stað þess að búa í bæjarblokkum fái íbúarnir kaupleigusamninga og verði því eigendur. Það verði því betur hugsað um húsnæðið. Niðurrif blokkanna er því raun eitt af táknum sjálfstæðisvæðingar Grænlendinga. „Það er bara verið að brjóta gömlu einokunaröflin til baka og rífa þetta niður,“ segir Edda.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira