Vill raflínu um Sprengisand Sveinn Arnarsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Samkvæmt Landsneti fer best á því að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðamanna á ósnortnu víðerni hálendisins. vísir/gva Landsnet kynnti á föstudaginn var kerfisáætlun sína til næstu tíu ára. Leggur stofnunin til að lögð verði 220kV háspennulína þvert yfir hálendið og byggðalínan á Norður- og Austurlandi styrkt til þess að tryggja flutning á orku alls staðar á landinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur þessa umsvifamiklu vinnu hafa skilað sér í góðum tillögum. Í kerfisáætluninni skoðaði Landsnet tvær mismunandi leiðir á níu ólíka vegu. Annars vegar að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið og hins vegar að leggja nýja háspennulínu yfir Sprengisand. Allar þær tillögur sem Landsnet kannaði höfðu neikvæð áhrif á umhverfislæga þætti, þó misjafnlega eftir leiðum. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allir níu kostirnir sem voru til skoðunar koma til með að valda neikvæðum eða verulegum neikvæðum áhrifum á land, landslag og ásýnd og/eða lífríki. Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu,“ segir í skýrslu Landsnets.Sverrir Jan NorðfjörðSú uppbygging sem kom best út að mati Landsnets gerir ráð fyrir að hægt verði að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðalanga á ósnortnu víðerni hálendisins. „Byggt á faglegum viðmiðum, með tilliti til tæknilegra, umhverfislegra og hagrænna sjónarmiða þá telur Landsnet að leið frá Suðurlandi til Norðurlands um Sprengisand komi best út. Til þess að draga úr sýnileika línunnar á miðhálendinu, þá er mögulegt að leggja jarðstreng á allt að 50 km kafla. Miðað við aðra valkosti kann þessi leið að vera hagkvæmari en byggðaleiðin og leiða til víðtækari sáttar um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi. Sverrir Jan Norðfjörð, deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets, kynnti niðurstöður Landsnets á fundinum síðastliðinn föstudag. Sagði hann núverandi ástand í flutningi raforku milli landshluta óviðunandi. Ekki væri með góðu móti hægt að flytja raforku þar sem byggðalínan, sem liggur hringinn í kringum landið, er fulllestuð, að hans sögn. Líkti hann núverandi stöðu við rútu á vegi og að öll sæti væru nú þegar upptekin. Ef einhver þyrfti á raforku að halda til uppbyggingar atvinnu í landsbyggðunum væri undir hælinn lagt hvort hægt væri að flytja raforku á svæðið. Sverrir benti á að í rauninni væri flutningur á raforku líkur flutningum á mannfólki. Núverandi byggðalína væri eins og fyrstu þjóðvegir landsins. Munurinn væri hins vegar sá að mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins en byggðalínan væri barn síns tíma. Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Landsnet kynnti á föstudaginn var kerfisáætlun sína til næstu tíu ára. Leggur stofnunin til að lögð verði 220kV háspennulína þvert yfir hálendið og byggðalínan á Norður- og Austurlandi styrkt til þess að tryggja flutning á orku alls staðar á landinu. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, telur þessa umsvifamiklu vinnu hafa skilað sér í góðum tillögum. Í kerfisáætluninni skoðaði Landsnet tvær mismunandi leiðir á níu ólíka vegu. Annars vegar að styrkja byggðalínuna hringinn í kringum landið og hins vegar að leggja nýja háspennulínu yfir Sprengisand. Allar þær tillögur sem Landsnet kannaði höfðu neikvæð áhrif á umhverfislæga þætti, þó misjafnlega eftir leiðum. „Niðurstaða matsvinnunnar er að allir níu kostirnir sem voru til skoðunar koma til með að valda neikvæðum eða verulegum neikvæðum áhrifum á land, landslag og ásýnd og/eða lífríki. Áhrifin eru ólík milli leiða, en meginmunur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið eða meðfram núverandi byggðalínu,“ segir í skýrslu Landsnets.Sverrir Jan NorðfjörðSú uppbygging sem kom best út að mati Landsnets gerir ráð fyrir að hægt verði að setja um 50 km af línunni á miðhálendinu ofan í jörðina þannig að hún raski ekki upplifun ferðalanga á ósnortnu víðerni hálendisins. „Byggt á faglegum viðmiðum, með tilliti til tæknilegra, umhverfislegra og hagrænna sjónarmiða þá telur Landsnet að leið frá Suðurlandi til Norðurlands um Sprengisand komi best út. Til þess að draga úr sýnileika línunnar á miðhálendinu, þá er mögulegt að leggja jarðstreng á allt að 50 km kafla. Miðað við aðra valkosti kann þessi leið að vera hagkvæmari en byggðaleiðin og leiða til víðtækari sáttar um framtíðaruppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi. Sverrir Jan Norðfjörð, deildarstjóri kerfisþróunar Landsnets, kynnti niðurstöður Landsnets á fundinum síðastliðinn föstudag. Sagði hann núverandi ástand í flutningi raforku milli landshluta óviðunandi. Ekki væri með góðu móti hægt að flytja raforku þar sem byggðalínan, sem liggur hringinn í kringum landið, er fulllestuð, að hans sögn. Líkti hann núverandi stöðu við rútu á vegi og að öll sæti væru nú þegar upptekin. Ef einhver þyrfti á raforku að halda til uppbyggingar atvinnu í landsbyggðunum væri undir hælinn lagt hvort hægt væri að flytja raforku á svæðið. Sverrir benti á að í rauninni væri flutningur á raforku líkur flutningum á mannfólki. Núverandi byggðalína væri eins og fyrstu þjóðvegir landsins. Munurinn væri hins vegar sá að mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins en byggðalínan væri barn síns tíma.
Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira